Veiðikortið 2021 coming soon!

We are proud to present Veiðikortið 2021, the Fishing Card for 2021. It will be ready in just a few days.

In the Fishing Card 2021 there are two new lakes that will be added to amazing collection of great fishing lakes.  That is Frostastadavatn in the Highlands and Laxarvatn in Dölum. Bot ideal fishing lakes. Lake Frostastadavatn is probably the best lake for the youngest fishermens since there is a lot of small char in the lake.

The Fishing card has been very popular Christmas gift since it has always been nice to invite those you care about availability to fish in dozen of lakes around Iceland for only ISK 8.900 for the whole fishing season!  

We will inform you when the 2021 edition will be ready but you can already order it onine for delivery when the brochure will be ready, and we will send it to you free of charge.

Below you can see the cover of the Fishing Card 2021..

 

 

Best regards,

 

Veiðikortið

 

Veiðikortið 2021 væntanlegt!

Við kynnum með stolti Veiðikortið 2021. Það er væntanleg innan fárra daga úr prentun þannig að það fer í dreifingu öðru hvoru megin við mánaðarmótin.

Það koma tvö ný vötn inn fyrir komandi veiðisumar, Frostastaðavatn að Fjallabaki og Laxárvatn kemur aftur inn, eftir framkvæmdir við vatnsmiðlun, sem hefur hækkað yfirborðið og gert það að enn betra veiðivatni til stangaveiða.

Veiðikortið hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu árin enda höfum við kappkostað við að hvetja veiðimenn og fjölskyldur til að njóta íslensks sumars við falleg vötn. Með Veiðikortið í vasanum geta veiðimenn veitt í 36 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 8.900.-

Við látum ykkur vita um leið og kortið er tilbúið til afhendingar, en hægt er að panta það strax á netinu og fá það sent frítt heim um leið og það verður klárt.

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu bæklingsins fyrir Veiðikortið 2021.

 

 

Með veiðikveðju,

 

Veiðikortið

 

Frostastaðavatn í Veiðikortið 2021

Veiðikortið hefur samið við Veiðifélag Landmannaafréttar um að Frostastaðavatn að Fjallabaki verði með í Veiðikortinu 2021.

Frostastaðavatn er stærst vatnanna í vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Um er að ræða frábært veiðivatn sem geymir óvenju mikið af silungi. Mest er þó af smábleikju en inn á milli eru vænir fiskar. Vatnið er því eins og sérhannað fyrir þá sem vilja fara með unga veiðimenn með mjög mikla veiðivon.

Read more “Frostastaðavatn í Veiðikortið 2021”

Easy peel off sticker with the Fishing Card 2021

We know how hard it can be to peel of the window stickers that comes with the Fishing Card, specially after many years.

With the Fishing Card 2021 (Veiðikortið 2021) comes easy peel off stickers that don´t have a glue. So know you can even sell your car without missing a sticker – you just peel it off and put it in your new car.  We hope this makes live a bit easier and hope you are looking forward for upcoming Fishing Card of 2021.

Read more “Easy peel off sticker with the Fishing Card 2021”

Betri merkimiðar með Veiðikortinu 2021

Við vitum að það getur stundum verið snúið að losa límmiðana sem hafa fylgt með Veiðikortinu úr bílgluggum, sérstaklega eftir að þeir hafa staðið í mörg ár.

Með Veiðikortinu 2021 kemur ný útgáfa af plastmiðum sem festast á gluggann án þess að límast en nóg er að leggja miðann á gluggan en þeir ná góðri bindingu án þess að límast við. Það er ekkert mál að ná þessum miðum af gluggum og vonum við að einhverjir verði ánægðir með þessa breytingu.  Ef þú selur bílinn ætti ekki að vera neitt mál að kippa miðanum úr gamla bílnum og setja í nýja bílinn.

Read more “Betri merkimiðar með Veiðikortinu 2021”

Aldrei eins mikið af urriða í þjóðgarðinum!

Veiðimaðurinn Cezary Fijalkowski hefur tekið ástfóstri við þjóðgarðssvæðið í Þingvallavatni. Hann hefur stundað þar urriðaveiðar til fjölda ára og segir að stofninn fari vaxandi með hverju ári. Hann segist aldrei hafa séð eins mikið af urriða þar og í ár og hefur hann veitt vel á þriðja hundrað urriða þar frá því í vor.  Það er samt ekkert sjálfgefið að menn skundi á Þingvöll og nái sér í fisk en hann hefur aflað sér mikillar þekkingar og lagt á sig mikla vinnu við að finna urriðann hverju sinni og auk þess að þróa með sér veiðiaðferðir sem virka við mismunandi aðstæður, en stundum þarf að veiða djúpt og stundum er fiskurinn í yfirborðinu. Einnig er mjög algengt að það sé enginn fiskur. Cezary hefur sennilega farið allt að hundrað ferðir á Þingvöll í sumar og ástæðan er sú að hann er með markmið í gangi. Hann ætlar sér að veiða stærri fisk – en hann stærsti fiskur úr vatninu er 103 cm!

Urriðatímabilið er best á vorin og síðan þegar hausta tekur. Yfir hásumarið fer urriðinn fjær landi. Þessi ágústmánuður hefur verið drjúgur og hefur hann fengið fjölda fiska núna í ágúst og í raun er þetta einn besti ágústmánuður sem hann man eftir. 

Það var fréttnæmt fyrir nokkrum dögum þegar Cezary skaust í vatnið ásamt syni sínum Adam Fijalkowski sem er aðeins 14 ára. Hann byrjaði á því að gera klárt fyrir soninn og setti undir hjá honum púpu til að hann gæti dundað sér í bleikjunni. Adam var varla byrjaður að kasta þegar hann kallar á föður sinn sem var enn að setja upp stöngina sína: "Fiskur! Það er fiskur!".  Það var enginn smá fiskur eins og sjá má að myndinni hér fyrir neðan, en hann var mældur 99 cm. 


Adam Fijalkowski með 99 cm urriða sem hann veiddi um dögunum.

 

 

 

 

 

 

 

Sléttuhlíðarvatn gefur vel!

Sléttuhlíðarvatn er eitt af þessum vötnum sem gefur jafnan mjög góða veiði enda mikill fiskur í vatninu. Það er staðsett á milli Hofsós og Siglufjarðar.

Sigmundur Elvar Rúnarsson 8 ára fór þangað ásamt föður sínum um helgina og fékk þar sinn fyrsta fiski eftir stutt stopp og veiðibakterían hjá þeim feðgum að lifna við.

Við hvetjum ferðalanga til að kíkja í vatnið þó ekki sé nema stutt stopp þegar verið er að ferðast um landið.  Mikið er af bæði bleikju og urriða í vatninu og klárlega eitt af skemmtilegri veiðivötnum í Veiðikortinu fyrir fjölskyldur.

Read more “Sléttuhlíðarvatn gefur vel!”