Þingvallavatn opnar á morgun, 20. apríl
Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins opnar formlega á morgun 20. apríl, en hann ber upp á Páskadegi. Síðustu ár hefur svæðið opnað 1. maí en nú var tekin ákvörðun um að flýta opnun. Veðurspáin mætti vera betri en veðurspáin gerir ráð fyrir að lofthiti verði rétt yfir frostmarki og væntanlega einhver gola. Það kemur eflaust ekki í veg fyrir að urriðinn verði á sveimi.