Líflegt við Þingvallavatn í gærkvöldi
Með hækkandi hita virðist sem mikið líf sé að færast í vatnaveiðina og þar er enginn undantekning sem á við um Þingvallavatn.
Í gærkvöldi var sennilega á þriðja tug veiðimanna mættir í Vatnskotið í þeirra von að setja í draumafiskinn. Það voru nokkrir fiskar sem komu á land og fékk Benedikt Vagn meira að segja tvo urriða á skömmum tíma. Meðan Benedikt var að þreyta annan fiskinn var Andrew að veiða nokkra meta frá honum og var hann einnig með fisk á samtímis.