Þingvallavatn opnaði fyrir veiðimönnum 20. apríl síðastliðinn. Það hefur verið fín veiði þessa fyrstu daga og nokkrir rígvænir urriðar náðst á land. Skilyrði hafa verið ágæt þrátt fyrir að það hafi verið frekar kalt fyrstu dagana. Það er stækkandi hópur veiðimann sem lætur sig ekki vanta við bakkana sama hvernig viðrar enda fátt eftirminnilegra en að landa stórum Þingvallaurriða.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir og fréttastubbar frá veiðimönnum sem hafa sótt þjóðgarðinn.

Sigurður Hafsteinsson fékk þennan fallega urriða hér fyrir neðan á fyrsta degi og var hann 77 cm og þykkur.


Sigurður Hafsteinsson með glæsilegan Þingvallaurriða.

Tommi Za er líka búinn að kíkja í þjóðgarðinn og fékk hann meðal annars þennan glæsilega fisk.


Tommi Za með einn þykkan og fallega urriða sem var 80cm að lengd. 

Ríkarður Hjálmarsson lenti heldur betur í ævintýrum fyrir fáeinum dögum þegar hann sér dauðan urriða út í vatninu. Haförn hafði greinilega orðið var við fiskinn og sat um hann og sveimaði yfir. Eftir skamma stund kom að hrafn sem var ekki hræddur við haförninn og rak hann á brott þrátt fyrir að vera miklu minni. Sá slagur var í raun eins og þegar Davíð sigraði Golíat. Ríkarðu náði að kasta flugunni að fiskinum sem lág út í vatninu og dróg hann dauðan að landi.  Fiskurinn hefur væntanlega dáið úr elli en hann var 100cm að lengd. Farið var með fiskinn til Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskum sem rannsaka mun fiskinn þannig að við erum eflaust eftir að fá nánari upplýsingar um hann.


Ríkharður Hjálmarsson með 100cm fiskinn sem hann sá á reki. Fiskurinn var dauður og hefur eflaust verið nýlega dáinn. Haförn og krummi biðu spenntir
eftir að fá að njóta hans. Fiskurinn er hins vegar kominn til rannsóknar hjá Jóhannesi Sturlaugssyni hjá Laxfiskum.

 

Kristján Einar Kristjánsson fór í þjóðgarðinn í gærkvöldi, 23. apríl. Hann náði að setja í 3 fiska og landa tveimur. Hér fyrir neðan má sjá mynd af seinni fiskinum sem hann fékk rétt undir myrkur.


Þetta er glæsilegur fiskur sem hann Kristján Einar fékk í gær, en hann sett í þrjá fiska og landaði tveimur. 

 

Það má segja að það verði eflaust fjör í þjóðgarðinum næstu daga og vikur en urriðinn er a.m.k. mættur!  Að krækja í urriða krefst oft smá þolinmæði þó svo sumir lenda í ævintýrum í sinni fyrstu ferð.  Margir fara hins vegar fjölda ferða til að auka líkurnar á því að landa einum fallegasta fiski veraldar, ísaldarurriðanum!

 

Merktir fiskar
Nokkur atriði er þó vert að hafa í huga veiði menn merkta fiska.  Þegar menn veiða og sleppa urriða líkt og reglur gera ráð fyrir framan af veiðitíma og almennt þykir reyndar við hæfi á hvaða tíma sem um ræðir innan veiðitímabilsins. Þá gildir að merktum urriðum sem eru lífvænlegir er sleppt líkt og öðrum urriðum en óskað er eftir því ef þess er kostur að menn skrái hjá sér upplýsingar um merkið (númer) og fiskinn áður en hann fær frels á ný. Nánari leiðbeingar varðandi þetta má fá með því að smella hér.  Ef merktum fiski er landað (ekki sleppt), þá má fá upplýsingar um hvernig á að bera sig að með því að smella hér.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Gleðilegan 1. maí!
Næsta frétt
Lake Medalfellsvatn – nice trout