Margir hafa lagt leið sína í Meðalfellsvatn síðustu daga og margir verið að fá ágætis veiði.

Georg Sebastian kíkti þangað í veðurblíðunni í dag og fékk þennan fína urriða sem sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Urriðinn tók heimasmíðaða straumflugu eftir Georg og má sjá fluguna hans hér fyrir neða. Hún er veiðileg og tilvalið fyrir fluguhnýtara að gera eftirlíkingu af þessari flugu en virkar hún eflaust vel í alla urriðaveiði.


Hér er Georg með urriðann sem hann fékk úr Meðalfellsvatni í dag, 10. apríl.


Hér má sjá betur fluguna sem fiskurinn tók. Mjög falleg og veiðileg straumfluga.

Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er stutt að skjótast í paradísina við Meðalfellsvatn. 

Veiðimenn hafa einnig verið að slíta upp einn og einn fisk úr Vífilsstaðavatni. Gestur Kristinn Friðfinnson kíkti þangað í gær og það var lítið að gerast þar sem hann stóð út í vatninu. Það var ekki fyrr en hann óð í land og veiddi frá bakkanum að hann varð var við fisk. Hann fékk eina bleikju sem var rétt rúmlega 500 grömm á Svartan Killer, sem er fluga sem Þór Níelsen hannaði og hefur gefið mjög vel í vatnaveiði. Sjá mynd hér fyrir neðan af Svörtum Killer og bleikjunni hans Gests.


Svartur killer er öflug í alla vatnaveiði. Gestur fékk þessa bleikju í Vífilsstaðavatna í gær, 9. apríl.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Ágætis urriðaveiði við Þingvallavatn
Næsta frétt
Vötnin fara vel af stað