Lárus Óskar skellti sér í Vífilsstaðavatn í gærmorgun og fékk fína veiði og greinilegt að vatnið er vaknað af vetrardvala.
Hann hóf veiðar um kl. 11 og veiddi til kl. 14 og var hann sunnanmegin í vatninu á innsta tanganum.  Hann fékk 8 bleikjur á þessum tíma og missti reyndar nokkrar.  Fjórar komu á maðkinn, þrjár á Mubutu #14 með rauðum kraga og kúlu.  Ein bleikja féll fyrir Pheasant Tail #14.    Stærsta bleikjan var um 2,5 pund og hinar á bilinu 1-1,5 pund.

 
Við þökkum Lárusi Óskari kærlega fyrir upplýsingarnar sem og fyrir myndirnar sem sjá má hér fyrir neðan.  Einnig má sjá nánari upplýsingar á http://zulu.123.is
Einnig viljum við nota tækifærið og óska veiðimönnum og öðrum gleðilegs sumars.
 
Fallegur afli sem Lárus Óskar fékk á 3 tímum í Vífilsstaðavatni síðasta morgun vetrar (20. apríl)
 
20. apríl við Vífilsstaðavatn
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatnið kemur vel undan vetri
Næsta frétt
Fleiri myndir frá opnunardeginum 1. apríl.