Veiðin almennt virðist hafa farið frekar rólega af stað, en þó hafa veiðst nokkrir urriðar í Þingvallavatni eins og venjan er á þessum tíma.  Bleikjan er þó ekki farin að sýna sig þar.
Kleifarvatn virðist vera að koma mjög vel undan vetri og samkvæmt vef Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, svh.is, þá fékk Vignir Grétar Stefánsson glæsilega veiði þar á opnunardaginn 1. maí

 og vilja menn tengja fengsæld í vatninu við öflugt ræktunarstarf sem SVH hefur staðið fyrir síðustu ár.  Einnig má benda á að síðustu ár hafa menn verið að fá stórurriða sem er úr eldri sleppingum og ekki ósennilegt að frekari fréttir munu berast þaðan næstu daga og vikur.  Bestu veiðistaðirnir hafa jafnan verið í syðri enda vatnsins þar sem mesta heitt vatn rennur út í vatnið frá hverasvæðinu.
Hér fyrir neðan má sjá mynd sem fengin er af vef SVH af Vigni með aflann 1. maí.
 
Vignir með flott veiði sem hann fékk 1. maí 2011 í Kleifarvatni.   mynd svh.is
 
Hvetjum veiðimenn til að senda okkur veiðifréttir og myndir á netfangið veidikortid@veidikortid.is
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan – urriðaveiðin í hámarki og bleikjan mætt á Þingvelli
Næsta frétt
Falleg veiði í Vífilsstaðavatni síðasta morgun vetrar. Gleðilegt sumar!