Veiðikortið 2023 væntanlegt!

Við kynnum með stolti Veiðikortið 2023. Það er væntanlegt innan fárra daga úr prentun þannig að það fer í dreifingu fljótlega.

Hítarvatn í Borgarfirði er komið aftur í Veiðikortið eftir fjarveru frá 2018 og eflaust margir veiðimenn sem gleðjast yfir því enda Hítarvatn eitt af vinsælustu veiðivötnum landsins.

Veiðikortið hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu árin enda höfum við kappkostað við að hvetja veiðimenn og fjölskyldur til að njóta íslensks sumars við falleg veiðivötn. Með Veiðikortið í vasanum geta veiðimenn veitt í 37 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 8.900.-

Við látum ykkur vita um leið og kortið er tilbúið til afhendingar, en hægt er að panta það strax á netinu og fá það sent frítt heim um leið og það verður klárt.

Rafrænt kort í Apple Wallet eða Google Smartwallet.
Búið er að setja upp rafrænt Veiðikort sem valkost fyrir þá sem kjósa frekar að hafa kortið í símanum og nálgast bæklinginn rafrænt í gegnum símann.  Rafræna kortið verður til að byrja með einungis selt á vefsíðu Veiðikortsins. Þeir sem ætla að gefa rafrænt Veiðikort geta prentað út QR kóða og laumað í jólapakkann.


Veiðikortið 2023

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu bæklingsins fyrir Veiðikortið 2023.

Ljósmynd á korti og bæklingi: Kjartan Þorbjörnsson/Golli

Með jólaveiðikveðju,

Veiðikortið