Þeir fiska sem róa í kuldanum

Þrátt fyrir kulda og frekar erfið skilyrði fyrir vatnaveiði, þá er einn og einn sem lætur sig hafa það, klæðir sig vel og skellir sér í veiði.

Við höfum heyrt að nokkrum hörðum veiðimönnum sem hafa kíkt í Vífilsstaðavatnið.

Andri Rafn Helgason keypti sér Veiðikortið í dag og brunaði upp í Vífilsstaðavatn til að ná úr sér veiðihrollinum. Það var kalt í dag en þrátt fyrir það fékk hann fallegan urriða í dag. Urriðinni tók Peacock púpu með appelsínugulan kúluhaus og skott. Við höfum heyrt af öðrum veiðimanni sem kíkti snöggt og fékk hann einnig urriða. Við höfum ekki heyrt af bleikjuveiði enn sem komið er en það er klárt að urriðinn er á ferðalagi.

Hér fyrir neðan er mynd af Andra með fiskinn.


Andri Rafn í Vífilsstaðavatni í dag.


Hér sést urriðinn betur.

 

Það er því um að gera að klæða sig vel og láta sig hafa það að kíkja þó ekki sé nema í hálftíma og hálftíma.

Góða helgi kæru veiðimenn,

Veiðikortið

 

Veiðitímabilið hefst á morgun

Veiðitímabililð 2020 hefst formlega á morgun, 1. apríl.  Þrátt fyrir snjóþungan og kaldan vetur virðast aðstæður verða ágætar á morgun amk í nágrenni höfuðborgarinnar.

Væntanlega munu margir kíkja í Vífilsstaðavatn og veiða þann hluta vatnsins sem er ekki ísilagður.  

Bjarni Júlíusson átti leið um Hraunsfjörðinn í dag og tók myndina hér fyrir neðan. Ástandið þar er nokkuð gott, en ennþá er mikill ís sunnan megin í firðinum en væntanlega íslaus rönd meðfram austurkanntinum. Allt íslaust norðan við garðainn. Það er því óhætt fyrir veiðimenn að reyna Hraunfjörðinn á morgun.

Hér er hægt að skoða töflu yfir opnunartíma vatnanna.

 


Svona leit Hraunsfjörður út í dag.  @Bjarni Júlíusson 

 


Mynd frá 1. apríl 2017. 

 

Gleðilegt nýtt veiðitímabil.

Veiðikortið 

 

 

Veiðikortið 2020 væntanlegt!

Veiðikortið 2020 er farið í prentun og verður klárt í jólapakka veiðimanna í tíma en við vonumst til að geta byrjað að dreifa fyrstu kortunum öðru hvoru megin við næstu helgi.

Veiðimenn geta strax farið að hlakka til næsta sumars með Veiðikortið upp á vasann enda geta þeir veitt í 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið líkt og undanfarin ár. 

Þeir sem panta kortið á vefnum fá það sent um leið og það verður klárt til afgreiðslu. 

Óbreytt verð er á milli ára og kostar kortið kr. 7.900.-

Read more “Veiðikortið 2020 væntanlegt!”

Háskóli fluguveiðimannsins!

Við kíktum í Elliðavatn í lok síðustu viku og hittum þar fyrir marga veiðimenn. Einn þeirra Aðalbjörn Sigurðsson er nýbyrjaður að stunda Elliðavatn og var í raun fyrst núna, síðla sumars, að náði almennilegri tengingu við vatnið. Hann var við veiðar fyrir innan Elliðavatnsbæinn við Myllulæk. Hann hafði veitt fallegan urriða þetta kvöld og við tókum hann tali og spurðum hann nánar út í fiskinn og Elliðavatnið. Hann hafði áhugaverða sögu að segja og hrósaði veiðimenningunni við vatnið. 

Read more “Háskóli fluguveiðimannsins!”

Sjóbleikjan mætt í Haukadalsvatn!

Við heyrðum í írska veiðimanninum Michael Murphy sem er orðinn fastagestur hér á landi, en hann veiðir mikið í kringum Hraunsfjörð. Hann og félagi hans, Iain Muir frá Achiltibuie í Skotlandi, eru búnir að vera síðustu daga í Hraunsfirði og Baulárvallavatni en ákváðu að prufa Haukadalsvatnið í gær.  Á skömmum tíma fengu þeir um 10 bleikjur sem voru þó frekar smáar en þeir ætla að veiða þar betur í dag.

Read more “Sjóbleikjan mætt í Haukadalsvatn!”

Urriðaveiðar við Þingvallavatn ganga vel

Það er mikið af vænum urriða á sveimi í þjóðgarðinum á Þingvöllum þessa dagana. Veiðin í vatninu í sumar hefur verið mjög góð og enn er fín bleikjuveiði og ekki skemmir fyrir að urriðinn sé að sýna sig í auknu mæli á þessum tíma.

Cezary Fijalkowski hefur stunda veiðarnar stíft í þjóðgarðinum í sumar og er hann búinn að landa yfir 70 urriðum. Uppistaðan er rígvænn urriði!

Cezary var í fyrrakvöldí vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir svakalega dreka og Michal landaði einum 20 punda. Þeir félagarnir veiddu í raun langt framyfir ljósaskiptin og það lítur út fyrir að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á. Það ber þó að benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir af fiskunum sem þeim fengu í fyrrakvöld.

 

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Boltableikja í fyrsta kasti!

Boltableikja í fyrsta kasti!

Júlía Björk Lárusdóttir er 8 ára og fór með föður sínum og vinkonu sinni, Emelíu Rut,  að Þingvallavatni í morgun. Vopnuð flugu og floti kastaði hún út við Nautatangann og strax í fyrsta kasti veiddi hún 58 cm boltableikju. Það kom ekki til mála að sleppa henni þar sem þessi skyldi fara á grillið og bragðaðist hún vel. Það er óhætt að segja að veiðiferillinn byrji vel og er Júlía strax farinn að vilja fara aftur til veiða!

Read more “Boltableikja í fyrsta kasti!”