Urriðaveiðar við Þingvallavatn ganga vel
Það er mikið af vænum urriða á sveimi í þjóðgarðinum á Þingvöllum þessa dagana. Veiðin í vatninu í sumar hefur verið mjög góð og enn er fín bleikjuveiði og ekki skemmir fyrir að urriðinn sé að sýna sig í auknu mæli á þessum tíma.
Cezary Fijalkowski hefur stunda veiðarnar stíft í þjóðgarðinum í sumar og er hann búinn að landa yfir 70 urriðum. Uppistaðan er rígvænn urriði!
Cezary var í fyrrakvöldí vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir svakalega dreka og Michal landaði einum 20 punda. Þeir félagarnir veiddu í raun langt framyfir ljósaskiptin og það lítur út fyrir að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á. Það ber þó að benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til.
Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir af fiskunum sem þeim fengu í fyrrakvöld.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið