Veiðikortið 2020 væntanlegt!
Veiðikortið 2020 er farið í prentun og verður klárt í jólapakka veiðimanna í tíma en við vonumst til að geta byrjað að dreifa fyrstu kortunum öðru hvoru megin við næstu helgi.
Veiðimenn geta strax farið að hlakka til næsta sumars með Veiðikortið upp á vasann enda geta þeir veitt í 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið líkt og undanfarin ár.
Þeir sem panta kortið á vefnum fá það sent um leið og það verður klárt til afgreiðslu.
Óbreytt verð er á milli ára og kostar kortið kr. 7.900.-