Nú er farið að hausta og frábæru silungveiðitímabili nánast lokið. Það hefur viðrað vel í sumar og silungsveiði í vötnunum gengið mjög vel. 

Með kólnandi veðri og næturfrosti vítt og breitt um landið þá hallar undan vatnaveiðinni þar sem silungur leitar síður við bakkana í fæðuöflun og þar með erfiðarar fyrir veiðimenn að ná í silung á stöng.

Á morgun loka nokkur af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu fyrir veiði og má þar nefna Þingvallavatn, Elliðavatn og Vífilsstaðavatn. Fjöldi vatna eru þó opin út september, en gott er að skoða töfluna yfir opnunartíma vatnanna með því að smella hér.

Þrátt fyrir að veðurspáin sé ekkert sérstök fyrir morgundaginn er líklegt að einhverjir noti síðasta daginn í ofantöldum vötnum til að viðra sig.

Síðsumarsveiði í Elliðavatni.

 

Með veiðikveðju,

 

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikortið 2020 væntanlegt!
Næsta frétt
Háskóli fluguveiðimannsins!