Veiðikortið 2020 er farið í prentun og verður klárt í jólapakka veiðimanna í tíma en við vonumst til að geta byrjað að dreifa fyrstu kortunum öðru hvoru megin við næstu helgi.

Veiðimenn geta strax farið að hlakka til næsta sumars með Veiðikortið upp á vasann enda geta þeir veitt í 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið líkt og undanfarin ár. 

Þeir sem panta kortið á vefnum fá það sent um leið og það verður klárt til afgreiðslu. 

Óbreytt verð er á milli ára og kostar kortið kr. 7.900.-

Hér fyrir ofan má sjá forsíðu fylgiritsins fyrir 2020 en hún er tekin við Elliðavatn.

 

Hér fyrir neðan er listinn yfir vötnin sem verða í Veiðikortinu 2020.

 

Arnarvatn á Melrakkasléttu 
Baulárvallavatn á Snæfellsnesi 
Berufjarðarvatn í Reykhólahreppi 
Elliðavatn 
Gíslholtsvatn 
Haugatjarnir í Skriðdal 
Haukadalsvatn í Haukadal 
Hlíðarvatn í Hnappadal – NÝTT 
Hólmavatn í Dölum 
10  Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu 
11  Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi 
12  Hraunsfjörður á Snæfellsnesi 
13  Hreðavatn í Borgarbyggð
14  Kleifarvatn á Reykjanesskaga 
15  Kleifarvatn í Breiðdal 
16  Langavatn í Borgarbyggð
17  Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu 
18  Meðalfellsvatn í Kjós 
19  Mjóavatn í Breiðdal 
20  Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð 
21  Skriðuvatn í Suðurdal 
22  Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði 
23  Svínavatn í Húnavatnssýslu 
24  Syðridalsvatn við Bolungarvík 
25  Sænautavatn á Jökuldalsheiði 
26  Urriðavatn við Egilsstaði
27  Úlfljótsvatn – vesturbakkinn 
28  Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði 
29  Vestmannsvatn í Suður-Þingeyjarsýslu 
30  Vífilsstaðavatn í Garðabæ 
31  Þingvallavatn – þjóðgarður
32  Þveit við Hornafjörð
33  Æðarvatn á Melrakkasléttu 
34  Ölvesvatn – vatnasvæði Selár 

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Gleðileg jól!
Næsta frétt
Vötnin að loka eitt af öðru