Héðan og þaðan.

Héðan og þaðan
Það má segja að farið sé að síga á seinni hlutann í vatnaveiðinni þetta árið.  Menn eru þó ennþá að fá fiska í vötnunum og hvetjum við veiðimenn til að nýta tímann meðan veðrið er í lagi. 
 Lárus Lárusson fór í Meðalfellsvatn í gær ásamt félaga sínum og fengu þeir 6 urriða sem fengust á Svartan Nobbler og Zulu Nobbler.  Það virðist vera mikið líf í vatninu.  Hér má sjá nokkrar myndir frá Lárusi en þeir veiddu bæði úr bát og frá landi: 

Read more “Héðan og þaðan.”

Flott veiði í vötnunum

Nú eru kjöraðstæður í vatnaveiðinni og eru menn að fá fína veiði í flestum vötnunum innan Veiðikortsins.  Við höfum heyrt af veiðimönnum héðan og þaðan og það virðist vera mjög góð veiði hvert sem litið er. 
Óttar Þór Ólafsson fór til veiða með fjölskyldu sinni á leið þeirra um Melrakkasléttuna og fengu þau fína veiði og má sjá veiðina á myndinni hér fyrir neðan:

Read more “Flott veiði í vötnunum”

Fluguveiði er ekki bara bara karlasport! – Veiðin að glæðast með hækkandi hita.

Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir.  Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn.  Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu.

Read more “Fluguveiði er ekki bara bara karlasport! – Veiðin að glæðast með hækkandi hita.”

Líflegt á bökkum vatnanna – fréttir héðan og þaðan.

Við höfum fengið fregnir og myndir frá veiðimönnum sem hafa verið að veiða í vötnunum.
Bleikjan í Þingvallavatni er farin að sýna sig í meira mæli og hafa veiðimenn verið að fá flottar bleikjur.  Lárus fékk t.d. þessa fallegu 4 punda bleikju hér fyrir neðan á Öfugsnáðanum á litla púpu sem hann fékk í þjónustumiðstöðinn á Þingvöllum. 

Read more “Líflegt á bökkum vatnanna – fréttir héðan og þaðan.”

Héðan og þaðan – myndir frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði

Mikið líf er komið í vatnaveiðina og langþráð bið eftir bleikjunni í Úlfljótsvatni, Þingvallavatni og víðar er á enda.  Menn hafa verið að fá flotta veiði í báðum vötnunum síðustu daga.  Einnig er búið að vera mjög góð veiði í Hraunsfirði, Svínavatni og Skagaheiði fyrir norðan og Kleifarvatni. (sjá myndasyrpu fyrir neðan frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði).  Einnig viljum við minna veiðimenn á að Veiðidagur Fjölskyldunnar er á sunnudaginn.

Read more “Héðan og þaðan – myndir frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði”