Fallegur lax úr Vatnsdalsvatni
Hlynur Jensson fékk fallega 11 punda hrygnu í Vatnsdalsvatni vestur í Vatnsfirði þann 6. ágúst síðastliðin. Laxinn tók svartan Toby inn við Lambagil.
Einnig hefur verið að veiðast einhverjir laxar í Þórisstaðavatni og Meðalfellsvatni.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af Hlyni með laxinn.