Það er búið að vera mikið um fallega fiska í þjóðgarðinum síðustu daga.  Við höfum heyrt að tugum fallegra urriða sem hafa veiðst þrátt fyrir að kuldinn hafi verið að hrella veiðimenn þegar líða tekur á daginn.
Mikal Wajtas kom til landsins ásamt félaga sínum gagngert til að veiða urriða í Þingvallavatni og þeir félagar fengu marga fallega fiska þá daga sem þeir voru við veiðar.  Einn fiskur stendur þó framar öðrum sem þeir fengu en hann vóg 9,2 kg!  Sannkallaður risaurriði sem fékk að synda áfram sína leið eftir baráttuna. 

 
Hér má sjá risaurriðann sem Mikal fékk á Þingvöllum í vikunni rétt áður en honum var sleppt aftur.
 
Við fengum einnig sendar myndir frá Sebastian sem var ásamt félögum sínum við opnunina í Þingvallavatni og fengu þeir nokkra fallega fiska. 
 
Sebastian Barca með fallega tveggja punda bleikju.
 
Hér er Andrzej  með fallegann 6 punda urriða
 
Bartlomiej Szymczak með glæsilegan 8 punda urriða.
 
Nú bíða veiðimenn bara spenntir eftir að það byrji að hlýna almennilega þannig að bleikjan fari að láta sjá sig, en lítið hefur sést af bleikju það sem af er tímabils. 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan – góð veiði í Vífilsstaðavatni
Næsta frétt
Lífleg opnun á Þingvöllum!