Síðast vika hefur verið frekar köld og engin hitamet fallið.  Þrátt fyrir það hafa veiðimenn verið að ná í einn og einn fisk í vötnunum. 
Það var aftur á móti fínasta veður við Vífilsstaðavatn í dag þegar Veiðibúðin Hrygnan hélt kynningu þar á veiðistöngum og bauð upp á grill.  Feðgarnir Haraldur og sonur hans Daníel Gunnsteinn voru að ljúka veiðum um kl. 13.00 og fengu þeir 7 fínar bleikjur.  Sérstaklega gaman að sjá þegar ungir veiðimenn hafa tekið ástfóstri við veiðarnar, en Daníel sem er að verða 16 ára og fer reglulega að veiða með föður sínum og virðist ekki gefa honum neitt eftir.

 
Hér er Daníel Gunnsteinn með 3 flottar bleikjur úr Vífilsstaðavatni.  Sú stærsta var um 43 cm.  Bleikjurnar tóku agnarsmáa púpu #16 en það er eins og bleikja í vatninu líti varla við stærri flugum um þessar mundir.
 
Hér má sjá morgunveiði feðganna.  Glæsilegt veiði þetta.
 
Fyrir viku síðan þá var Kevin Sevilla við veiðar á Þingvöllum og landaði hann þessum fallega 8,5 punda urriða.  Urriðinn tók Blue Fox #5 spinner og var fisknum sleppt aftur í vatnið að lokinni myndatöku.
 
Kevin Sevilla fékk þennan fallega 8,5 punda urriða á Þingvöllum 5. maí sl.
Við höfum lítið heyrt frá Úlfljótsvatni það sem af er en veiðifélagarnir Einar Óli og Emil fóru  í vatnið 5. maí og fengu þeir sitt hvorn urriðann.  Einar Óli fékk 7 punda fisk en Emil fékk 8,3 punda urriða sem má sjá hér fyrir neðan.  Báðir fiskarnir fengust á maðk.
 
Emil með 8,3 punda urriða sem hann fékk í Úlfljótsvatni 5. maí.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang!
Næsta frétt
Risaurriði á Þingvöllum