Margir veiðimenn hafa sótt vötnin síðan  sum þeirra opnuðu 1. apríl.  Flestar hafa reynt fyrir sér í Vífilsstaðavatni og Meðalfellsvatni.  Einnig er rétt að benda mönnum á að Kleifarvatn opnar í dag.
Cezary skellti sér í Meðalfellsvatnið 13. apríl og fékk tvo 7 punda fiska, annar staðbundinn urriði en hinn sjógengið. 

 Skemmtileg tilviljun að þeir voru nánast jafn stórir og fengust á koparlitaðan Toby.
 
Hér er mynd af urriðanum og sjóbirtingnum sem voru nánast jafnstórir.  Þeir tóku koparlitaðan Toby.
 
 
Leszek Robert og Tomas félagi hans fóru í Meðalfellsvatn 4. apríl, síðdegis og fengu þeir flottan 4 punda sjóbirting og flottan urriða.  Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þeim.
 

Tomas með fallegan sjóbirting.
 
Flottur fiskur
 
Hér er 4 punda sjóbirtingurinn og urriðinn sem fékkst 4. apríl í Meðalfellsvatni
 
 
Tommi í Veiðiportinu fór sinn árlega vatnahring í vötnin í kring og fékk vægast sagt glæsilega veiði. 
 
Flott urriðaveiði úr Gíslholtsvatni sem er þó ekki inn í Veiðikortinu.
 
Svakalega vel haldnar "kusur" sem Tommi fékk í byrjun apríl.  Á veiðiboxinu má sjá hvaða flugur eru að gefa vel á bleikjuveiðum.
 
Einnig má lesa um það á veiðivefnum www.veidi.is að menn hafi verið að fá óvenju stórar bleikjur í Vífilsstaðavatni, en algent er að þær séu 45-50 cm og rúm.  Einn veiðimaðurinn fékk t.d. 48cm fisk í fyrradag sem vó rétt tæpt 1,5 kg eða 3 pund!  Það er frábært að geta skotist í veiði á höfuðborgarsvæðinu og von á fínum bleikjum. 
 
Við þökkum veiðimönnunum kærlega fyrir að miðla með okkur myndunum.
 
Hlökkum til að fá fréttir úr Kleifarvatni á Reykjanesi í dag.
 
Veiðikveðja,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Lífleg opnun á Þingvöllum!
Næsta frétt
Meðalfellsvatn – meira frá opnun 1. apríl