Það var óvenju lífleg urriðaveiði þegar Þingvallavatnið opnaði formlega. Margir veiðimenn fengu fallega fiska og var greinilegt að sjaldan hefur eins mikið af urriða verið á sveimi upp við vatnið. Bleikjan er hins vegar lítið farin að sýna sig, en sjálfsagt þarf meiri hlýindi til að svo megi verða.
Cezary fór með tveimur sænskum veiðifélögum sínum þjóðgarðinn og lentu þeir í stórveiði og var megninu af fiskunum sleppt aftur, a.m.k. þeim sem voru í stærri kanntinum. Þeir fengu í það minnsta 13 glæsilega urriða frá 3-15 pundum.
Read more “Lífleg opnun á Þingvöllum!”