Héðan og þaðan – góð veiði í Vífilsstaðavatni

Síðast vika hefur verið frekar köld og engin hitamet fallið.  Þrátt fyrir það hafa veiðimenn verið að ná í einn og einn fisk í vötnunum. 
Það var aftur á móti fínasta veður við Vífilsstaðavatn í dag þegar Veiðibúðin Hrygnan hélt kynningu þar á veiðistöngum og bauð upp á grill.  Feðgarnir Haraldur og sonur hans Daníel Gunnsteinn voru að ljúka veiðum um kl. 13.00 og fengu þeir 7 fínar bleikjur.  Sérstaklega gaman að sjá þegar ungir veiðimenn hafa tekið ástfóstri við veiðarnar, en Daníel sem er að verða 16 ára og fer reglulega að veiða með föður sínum og virðist ekki gefa honum neitt eftir.

Read more “Héðan og þaðan – góð veiði í Vífilsstaðavatni”

Risaurriði á Þingvöllum

Það er búið að vera mikið um fallega fiska í þjóðgarðinum síðustu daga.  Við höfum heyrt að tugum fallegra urriða sem hafa veiðst þrátt fyrir að kuldinn hafi verið að hrella veiðimenn þegar líða tekur á daginn.
Mikal Wajtas kom til landsins ásamt félaga sínum gagngert til að veiða urriða í Þingvallavatni og þeir félagar fengu marga fallega fiska þá daga sem þeir voru við veiðar.  Einn fiskur stendur þó framar öðrum sem þeir fengu en hann vóg 9,2 kg!  Sannkallaður risaurriði sem fékk að synda áfram sína leið eftir baráttuna. 

Read more “Risaurriði á Þingvöllum”

Lífleg opnun á Þingvöllum!

Það var óvenju lífleg urriðaveiði þegar Þingvallavatnið opnaði formlega.  Margir veiðimenn fengu fallega fiska og var greinilegt að sjaldan hefur eins mikið af urriða verið á sveimi upp við vatnið. Bleikjan er hins vegar lítið farin að sýna sig, en sjálfsagt þarf meiri hlýindi til að svo megi verða. 
 
Cezary fór með tveimur sænskum veiðifélögum sínum þjóðgarðinn og lentu þeir í stórveiði og var megninu af fiskunum sleppt aftur, a.m.k. þeim sem voru í stærri kanntinum.  Þeir fengu í það minnsta 13 glæsilega urriða frá 3-15 pundum.  

Read more “Lífleg opnun á Þingvöllum!”

Lifnar yfir vötnunum – flott veiði í Meðalfellsvatni og Kleifarvatn opnar í dag.

Margir veiðimenn hafa sótt vötnin síðan  sum þeirra opnuðu 1. apríl.  Flestar hafa reynt fyrir sér í Vífilsstaðavatni og Meðalfellsvatni.  Einnig er rétt að benda mönnum á að Kleifarvatn opnar í dag.
Cezary skellti sér í Meðalfellsvatnið 13. apríl og fékk tvo 7 punda fiska, annar staðbundinn urriði en hinn sjógengið. 

Read more “Lifnar yfir vötnunum – flott veiði í Meðalfellsvatni og Kleifarvatn opnar í dag.”

Flott opnun í Vífilsstaðavatni. Ekta veiðiveður og menn að fá fisk.

Við kíktum upp í Vífilsstaðavatn milli kl. 9 og 10 í morgun. Það voru margir að veiða og bleikjan er komin í tökustuð.  Veðrið var mjög flott, ca. 6° hiti, þoka og smá úði, um kl. 9.00.  Rétt fyrir kl. 10 var byrjað að létta til.
 
Eiður Kristjánsson var búinn að fá eina bleikju og var að landa einum smáum urriða þegar okkur bar að garði. 

Read more “Flott opnun í Vífilsstaðavatni. Ekta veiðiveður og menn að fá fisk.”

Myndasyrpa frá Urriðadansi 2011 – þvílík tröll!

15. okt. 2011
 
Myndasyrpa frá Urriðadansi 2011 – þvílík tröll!
Það var margt um manninn á Þingvöllum í morgun þegar Laxfiskar og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stóðu fyrir árlegri göngu um heimkynni urriðans en gangan nefnist með rentu Urriðadans!
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Cezary sendi okkur og þökkum við honum fyrir að gefa þeim sem ekki komust tækifæri til að upplifa stemninguna.  Myndir sýna og sanna hversu vígalegar skepnur urriðinn er.

Read more “Myndasyrpa frá Urriðadansi 2011 – þvílík tröll!”

Héðan og þaðan.

Héðan og þaðan
Það má segja að farið sé að síga á seinni hlutann í vatnaveiðinni þetta árið.  Menn eru þó ennþá að fá fiska í vötnunum og hvetjum við veiðimenn til að nýta tímann meðan veðrið er í lagi. 
 Lárus Lárusson fór í Meðalfellsvatn í gær ásamt félaga sínum og fengu þeir 6 urriða sem fengust á Svartan Nobbler og Zulu Nobbler.  Það virðist vera mikið líf í vatninu.  Hér má sjá nokkrar myndir frá Lárusi en þeir veiddu bæði úr bát og frá landi: 

Read more “Héðan og þaðan.”