Mikil veiði í vötnunum
Nú er hlýtt í lofti og mikið líf í vötnunum. Veiðimenn hafa verið duglegir að standa vaktina í flestum vötnum landsins og veiðimenn verið að fá mikið af bleikju auk þess sem urriðinn virðist vera aðeins farinn að sýna sig aftur.