Það eru ekki mörg á síðan Kleifarvatn á Reykjanesi var að skila frábærri veiði og var eitt af vinsælustu veiðivötnunum í nágrenni höfðuborgarsvæðisins.  Veiðimenn veiddu mikið af stórum urriðum og mörgum!  Því er ekki að leyna að síðustu 3 ár hefur veiðin í vatninu dalað eftir einhverjar jarðhræringar og í framhaldi mun færri veiðimenn sem hafa stundað vatnið í kjölfarið og margir fyrrum fastagestir leitað á önnur mið.

Það eru því jákvæð batamerki sem sjást núna en veiðimenn og konur hafa verið að gera fína veiði þar síðustu vikur, bæði í urriða og bleikju. 

María Petrína Ingólfsdóttir hefur kíkt í vatnið reglulega.  Þann 1. júlí fór hún þangað í mikilli rigningu og roki. Hún fékk þá um 3 punda urriða.  Á svæðinu var einnig Ólafur Jónsson en hann fékk þar 8 punda urriða á spún.  María var einnig á ferðinni þar 8. júlí siðastliðinn með systursyni sínum og fékk hann tvær bleikjur.  

Aðspurð sagðist María að vinsælast væri að við Syðristapa og við tangann hjá Lambhagatjörninni. Urriðinn er a.m.k. mikið í öldurótinu þar.  Hún hefur orðið vör við góða veiði þar í sumar, þannig að unnendur vatnins ættu að geta tekið gleði sína á ný og tekið upp kynnin við þetta skemmtilega veiðivatn.  Kleifarvatn á dyggan aðdáendahóp enda afskaplega fallegt svæði.

Við hvetjum veiðimenn til að kanna leyndardóma Kleifarvatns og endilega senda okkur fréttir og myndir.


Ólafur Jónsson með 8 punda urriða sem hann fékk 1. júlí s.l. á spún í 
mikilli rigningu og roki!

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Mikil veiði í vötnunum
Næsta frétt
Þveit – nice photos and blog link!