Veiðikortið 2017 að koma út!
Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!
Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!
Þrátt fyrir að haustið nálgist þá er ennþá fínir veiðmöguleikar í Vestmannsvatni.
Veiðimaður sem átti leið þar framhjá í fyrradag (15. sept), stoppaði við vatnið í rúma klukkustund og fékk hann 3 pattaralega urriða.
Það er sannarlega farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu. Haustlægðirnar eru farnar að gera vart við sig og vötnin loka eitt af öðru.
Nú er haustið farið að banka á dyrnar og fyrstu vötnin farin að loka fyrir veiðimönnum.
Sigurður Valdimar Steinþórsson var fyrir vestan í gær. Hann tók þar skemmtilega mynd af Sauðlauksdalsvatni úr flygyldi sínu.
Veiðin var frekar rólegt en þurrt hefur verið fyrir vestan í sumar og fiskurinn því í frekar litlu tökustuði.
Í Vestmannsvatni er uppistaðan í afla veiðimanna iðulega fallegur urriði, en Magnús Örn Friðriksson fékk virkilega fallega bleikju þar í gær, 9. ágúst. Bleikjuna fékk hann á 10 gr. "Bullet Spinner" spún og vóg hún tæp 4 pund.
Silungsveiðin gengur vel í blíðskaparveðrinu sem hefur verið á landinu síðustu daga og vikur. Þrátt fyrir að laxveiðimenn kvarti og vilji veðurbreytingar og meira vatn þá geta silungsveiðimenn sem stunda vötnin ekki kvartað.
Draumatími margra veiðimanna í Þingvallavatni er einmitt núna en yfir hásumarið er bleikjan öllu jöfnum mætt í þúsundatali nálægt landi til að undirbúa hrygningu og iðulega má sjá hana með sína hvítu ugga mjög nærri landi þegar hún hringsólar um svæðin.
Sigurður Valdimar Steinþórsson fór ásamt veiðifélaga í Sauðlauksdalsvatnið fyrir nokkru. Þeir lönduðu tveimur bleikjum sem vógu um 2 og 2,5 pund og settu í mun fleiri fiska sem tóku mjög grannt en þeir veiddu aðallega á litlar þurrflugur.