Í Vestmannsvatni er uppistaðan í afla veiðimanna iðulega fallegur urriði, en Magnús Örn Friðriksson fékk virkilega fallega bleikju þar í gær, 9. ágúst. Bleikjuna fékk hann á 10 gr. "Bullet Spinner" spún og vóg hún tæp 4 pund.

Veiðin í Vestmannsvatni hefur verið afbragðsgóð í sumar og hvetjum við veiðimenn á norðurlandi til að gefa vatninu góðan gaum.

 


Hér er mynd af Magnúsi með bleikjuna góðu.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sauðlauksdalsvatn séð úr lofti
Næsta frétt
Silungsveiðin í blóma í góðviðrinu