Hörku bleikjuveiði úr Þingvallavatni

Það er sannkallaður draumatími silungsveiðimanna um þessar mundir. Bleikjan er komin nær landi og urriðinn farinn að færast nær landi þegar skyggja fer. 

Veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði úr Þingvallavatni síðustu daga í blíðunni. Björn Vigfús Metúsalemsson og Atli Bess Reynisson áttu frábæra vakt þar í morgun og lönduðu fallegum bleikjum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Read more “Hörku bleikjuveiði úr Þingvallavatni”

Úlfljótsvatn: Hluti veiðisvæðist lokað vegna skátamóts.

Við Úlfljótsvatn er í gangi alþjóðlegt skátamót World Scout Moot og stendur það fram á fimmtudaginn 3. ágúst.

Þangað til eru veiðisvæðin við kirkjuna og svæðið hjá skátunum lokað. Veiðimenn geta að sjálfsögðu veitt austan við skátasvæðið og farið niður í Borgarvík líkt og áður.

Vonum að þetta valdi veiðimönnum ekki óþægindum.


Mynd tekin í Borgarvík við Úlfljótsvatn. Þarna getur verið flott veiði þegar líða fer á júlí.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Vatnaveiðin loksins að detta í gang!

Þrátt fyrir að júní hafi verið ágætur og blautur, þá er eins og vötnin séu að detta aðeins seinna í ganga en vanalega. Fyrst núna eru vötn eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum að lifna við hvað bleikjuna varðar a.m.k. Frekar rólegt hefur verið í Elliðavatni og tala veiðimenn um að vötnin séu enn óvanalega köld miðað við að það sé farið að nálgast júlímánuð.

Read more “Vatnaveiðin loksins að detta í gang!”

Góð veiði á Skagaheiði

Lárus Óskar og félagar fór í sína árlegu veiðiferð á Skagaheiði (Ölvesvatn) um síðustu helgi og fengu þeir frábær veður til útivistar og veiða.

Þeir veiddu vel að vanda en tala um að fiskurinn fari stækkandi. Þeir voru með mjög marga fiska sem voru 2-2,5 pund og einn sem var tæp 4 pund.  Þeir voru að veiða bleikju og urriða í bland.

Read more “Góð veiði á Skagaheiði”