Vatnaveiðin loksins að detta í gang!
Þrátt fyrir að júní hafi verið ágætur og blautur, þá er eins og vötnin séu að detta aðeins seinna í ganga en vanalega. Fyrst núna eru vötn eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum að lifna við hvað bleikjuna varðar a.m.k. Frekar rólegt hefur verið í Elliðavatni og tala veiðimenn um að vötnin séu enn óvanalega köld miðað við að það sé farið að nálgast júlímánuð.