Svínavatn í Húnavatnssýslu
Svínavatn í Húnavatnssýslu er gjöfult og aðgengilegt veiðivatn skammt frá Blönduósi.
Nokkrir vaskir ungir veiðimenn kíktu í vatnið í landi Reykja um verslunarmannahelgina og fengu fína silunga á skömmum tíma á spún. Það er mikið af fiski í vatninu og þægileg aðkoma.