Stundum er gott að geta skoðað Veiðikortsbæklinginn á vefnum því oft er bæklingurinn sjálfur ekki við höndina þegar á þarf að halda.
Hægt er að skoða vefútgáfu af Veiðikortsbæklingnum með því að velja flýtileið á forsíðunni. Einnig er hægt að prenta valdar síður fyrir þá sem t.d. tapa sínum bæklingi eða finna ekki rétt fyrir veiðiferð.
Gleðileg jól!
Veiðikortið óskar veiðikortshöfum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Takk fyrir árið sem er að líða!
Veiðikortið 2014 er komið út! Tilvalin jólagjöf
Þá er Veiðikortið 2014 komið út en það er tilvalin jólagjöf fyrir veiðimanninn. Byrjað var að dreifa kortinu í verslanir í dag og ætti það að vera komið á flesta sölustaði fyrir helgi.
Einnig er hægt að kaupa Veiðikortið hér á vefnum og fá kortið sent í póst án endurgjalds.
Bæklingur Veiðikortsins 2014 kominn í vefútgáfu
Stundum er gott að geta skoðað Veiðikortsbæklinginn á vefnum því oft er bæklingurinn sjálfur ekki við höndina þegar á þarf að halda.
Hægt er að skoða vefútgáfu af Veiðikortsbæklingnum með því að velja flýtileið hægra megin á forsíðunni. Einnig er hægt að prenta valdar síður fyrir þá sem t.d. tapa sínum bæklingi eða finna ekki rétt fyrir veiðiferð.
Líf og fjör undir klakanum!
Veiðimaður sem var á göngu í fallegu veðri við Vífilsstaðavatn í vikunni varð var við hreyfingu undir þunnum ísnum sem lá við bakkana. Það voru 5-6 fallegar bleikjur að leika sér undir ísnum og það má segja að veiðieðlið hafi blossað upp þegar hann varð var við þær. Hann smellti myndum af bleikjunum sem glögglega má sjá undir ísnum
Síðasti séns!
Nú styttist í veturinn og vatnasvæðin eru byrjuð að loka hvert af öðru. Þann 31. ágúst lokaði t.d. Hítarvatn. Í dag 15. september er síðasti dagurinn sem heimilt er að veiða í Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni og Hópinu. Hægt er að skoða samantekt yfir opnunar- og lokunartíma vatnanna hér.
Héðan og þaðan – góð bleikjuveiði í ágúst
Það hefur verið fín veiði það sem af er ágúst í vatnaveiðinni.
Þingvallavatn hefur verið að gefa ótrúlega vel í ágúst og hafa veiðimenn verið að fá mikið af fallegri bleikju. Systkinin Dagbjartur og Perla voru að veiða í fylgd með föður sínum og fengu þau fallegar bleikjur. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá veiðiferðinni.
Merktur urriði úr Þingvallavatni II
Merktur urriði úr Þingvallavatni II
Steinar Guðmundsson var við veiðar í Þingvallavatni II fyrir landi Ölfusvatns 10. ágúst síðastliðinn. Hann veiddi þar fallegan urriða sem var 5 pund og um 60 cm. Urriðinn var með slöngumerki sem væntanlega er frá honum Jóhannesi Sturlaugssyni hjá Laxfiskum, en hann hefur stundað rannsóknir á urriðanum í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni til margra ára.
Við hvetjum veiðimenn sem veiða fiska með merkjum í að hafa samband við Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum. Hér má nálgast nánari upplýsingar varðandi merkjaskil fyrir merki úr urriðum úr Þingvallavatni og Úlfljótsvatni.
Fiskur í fyrsta kasti!
Fiskur í fyrsta kasti!
Gunnar Þór Gunnarsson brá sér í Úlfljótsvatnið í gær og fékk þennan glæsilega urriða í fyrsta kasti. Það er klárlega skemmtilegur tími framundan í vatnaveiðinni. Bleikjan er í tökustuði og stórurriðar farnir að nálgast bakkana.
Veiðifréttir – héðan og þaðan
Það er búið að vera fín veiði í vötnunum í blíðunni síðustu daga. Þegar heitt er í veðri fer oftast skordýralífríkið á fullt og þá er nóg að borða fyrir silunginn. Þá getur verið erfitt að keppa við náttúrulega fæðu með t.d. flugum eða beitu. Á næstu dögum er von á kólnandi veðri, í einhverja daga a.m.k. og þá ætti að fiskurinn jafnvel að taka betur.