Héðan og þaðan – veisla í vötnunum
20. jún. 2012
Héðan og þaðan – veisla í vötnunum
Skagaheiðin hefur verið að gefa vel í sumar og fór Lárus Óskar ásamt þremur veiðifélögum sínum, Magga, Sigurgeir og Arnari, á heiðina 15-17. júní og fengu frábæra veiði. Þeiru hirtu 88 fiska og slepptu um 20 fiskum. Flestir fiskanna fengust í Ölvesvatninu og notuðu þeir aðallega flugurnar Pheasant tail, Watson Fancy og Rauðan Nobbler. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þeim félögum.