Risaurriði á Þingvöllum
Það er búið að vera mikið um fallega fiska í þjóðgarðinum síðustu daga. Við höfum heyrt að tugum fallegra urriða sem hafa veiðst þrátt fyrir að kuldinn hafi verið að hrella veiðimenn þegar líða tekur á daginn.
Mikal Wajtas kom til landsins ásamt félaga sínum gagngert til að veiða urriða í Þingvallavatni og þeir félagar fengu marga fallega fiska þá daga sem þeir voru við veiðar. Einn fiskur stendur þó framar öðrum sem þeir fengu en hann vóg 9,2 kg! Sannkallaður risaurriði sem fékk að synda áfram sína leið eftir baráttuna.