Nice catch in Hitarvatn lake.
Lake Hitarvatn has given good fishes recently. It is a nice lake with very amazing surroundings and nice camping area not far from the lake.
Lake Hitarvatn has given good fishes recently. It is a nice lake with very amazing surroundings and nice camping area not far from the lake.
Nú er hlýtt í lofti og mikið líf í vötnunum. Veiðimenn hafa verið duglegir að standa vaktina í flestum vötnum landsins og veiðimenn verið að fá mikið af bleikju auk þess sem urriðinn virðist vera aðeins farinn að sýna sig aftur.
Það eru ekki mörg á síðan Kleifarvatn á Reykjanesi var að skila frábærri veiði og var eitt af vinsælustu veiðivötnunum í nágrenni höfðuborgarsvæðisins. Veiðimenn veiddu mikið af stórum urriðum og mörgum! Því er ekki að leyna að síðustu 3 ár hefur veiðin í vatninu dalað eftir einhverjar jarðhræringar og í framhaldi mun færri veiðimenn sem hafa stundað vatnið í kjölfarið og margir fyrrum fastagestir leitað á önnur mið.
Þveit virðist vera að detta í gang eftir að þar hafi verið frekar rólegt síðustu daga. Dagur Árni Guðmundsson hefur stundað vatnið mikið og sendi okkur nokkrar myndir og fréttir síðan í dag.
It looks like Þveit in the east of Iceland, is getting to life! Dagur Árni Guðmundsson is a regular guest there, and he sent us some photos and news.
Skagaheiðin virðist fara vel af stað. Sumarið byrjaði í fyrra fallinu á heiðinni og má segja að óvenju gott ástand sé á heiðinni. Við heyrðum í staðarhaldara og hafa óvenju margir veiðimenn lagt leið sína á heiðina í júnímánuði, en oft er ekki fært þangað fyrir en líða tekur á júnímánuð.
Veiðimenn hafa verið duglegir að veiða bleikjuna í Þingvallavatni síðustu daga og hefur veiðin verið óvenju góð. Mikið af vænni bleikju hefur verið að koma á land og á það einnig við um Úlfljótsvatn en þar er einnig búið að vera frábær veiði.
Það er búið að vera frábær veiði í vötnunum síðustu daga og vikur. Hér stiklum við á nokkrum fréttum frá nokkrum vötnum sem eru í Veiðikortinu. Hvetjum veiðimenn einnig til að senda okkur fleiri fréttir.
Veiðimenn hafa séð mikið af fiski síðustu daga í Hraunsfirði og Sléttuhlíðavatni. Fiskurinn í Hraunsfirði er þó ekki alltaf í tökustuði en það var hann í gær og var nóg um að vera. Við höfum frétt af fallegum bleikjum þaðan í gær alveg upp í 5 pund!