Ríkharður Hjálmarsson er sennilega með duglegri veiðimönnum og mikið á flakki um landið og nær því að prófa fleiri vatnasvæði á hverju ári heldur en marga dreymir um.  Hann hefur þó haldið sig á suðvesturhorninu síðustu daga þar sem hálfgerður vetur ríkir víða um land.

Á sunnudegi fyrir viku síðan kíkti hann í Hlíðarvatnið og veitti þar mjög glæsilegar bleikjur og þar af eina boltableikju. 
 
Falleg veiði úr Hlíðarvatni 4. maí 2008. Rík. Hjálm.
 
Á fimmtudaginn skellti Rikki sér í Laugarvatnið og nældi þar í þessar fallegu bleikjur:
 
Glæsileg veiði úr Laugarvatni 8. maí 2008.  Rík.Hjálm.
 
Myndarleg þessi "kusa" !      Mynd Ríkharður Hjálmarsson
 
Eftir heimsóknina á Laugarvatn var kíkt á Þingvelli og þar var bleikjan lítið að sýna sig en menn voru að slíta upp einn og einn urriða.  Á mynd fyrir neðan er veiðimaður á besta aldri, eða 85 ára, með glæsilegan urriða, en hann var að veiða á Þingvöllum í fyrsta skipti. 
 
 
Það virðist eins og bleikjan sé í seinna lagi nú í ár sökum þess að búið er að vera frekar kalt miðað við á sama tíma í fyrra.  Það má reikna með því að á næstu dögum fari hún að sýna sig í meira magni og munum við birta fréttir af því um leið og Þingvellir hrökkva í gang. 
Þess ber að geta að hvorki Hlíðarvatn né Laugarvatn eru í Veiðikortinu þannig að þessi pistill valdi ekki misskilningi.
 
Mk,
Veiðikortið.
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Glæsilegur 15 punda urriði á flugu í Þingvallavatni!
Næsta frétt
Þveit – fín veiði í gangi