Staðsetning:  

Urriðavatn er í nágrenni Egilsstaða.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið er  í 664 km. fjarlægð frá Reykjavík og 5 km. frá Egilsstöðum.  Þjóðvegir 1 og 925 liggja við vatnið.  Greiðfært er fyrir alla bíla að vatninu. 
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er u.þ.b. 1,1 km² að flatarmáli.  Mest dýpt er um 15 m. og stendur vatnið í um 40 m. hæð yfir sjávarmáli.  Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn, en þaðan er útfall Urriðavatnslækjar.
 

Veiðisvæðið:  

Veiða má í öllu vatninu. Helstu veiðistaðir eru við ósa Hafralækjar og Urriðavatnslækjar, en einnig við hitaveitutanka og víðar.
 

Gisting: 

Hægt er að kaupa tjaldstæði hjá Skipalæk sem er skammt frá Lagarfjóti. Ekki er heimilt að tjalda við vatnið.
 

Veiði:  

Í vatninu er eingöngu bleikju að finna.  Uppistaðan er 1 punda bleikja, en þó slæðast með stærri fiskar.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið er allt árið.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Fyrst á vorin, þegar ísa leysir. Mest veiðist í stillu.
 

Annað:  

Gott berjaland er í nágrenni Urriðavatns.
 

Reglur:  

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Veiðikorthafar þurfa að skrá sig á bænum Urriðavatni og sýna nauðsynleg skilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. 
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Jón Steinar Benjamínsson, Urriðavatni, s: 471-2060
 
 
{pgsimple id=31|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 6}


View Larger Map

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn í Breiðdal
Næsta frétt
Haugatjarnir