Veiðimenn sem hafa farið á Skagaheiðina í sumar hafa fengið fína veiði og fiskur hefur verið í góðum holdum.

Lárus Óskar fer á hverju ári á Skagaheiðina (Ölfusvatnssvæðið) og í sumar fóru þeir félagar dagana 14.-17. júní. Þeir fengu skelfilegt veður sem einkenndist af haglélum, roki og óvanalega miklum kulda. Þrátt fyrir afleit skilyrði náðu þeir að veiða um 70 fiska og voru óvenju margir um 2,5 pund, þannig að heildarvigtin á aflanum var góð.  

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir úr túrnum frá þeim félögum. 


Hér má sjá hluta aflans. Flottir fiskar í góðum holdum.
 


Ein glæsibleikjan komin á land.
 


Fallegar bleikjur á heiðinni!

 


Einnig fundu þeir félagarnir þessa forlátu tösku sem eigandi getur vitjað 
með því að hafa samband við okkur.

 

Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir og fréttir frá veiðiferðum sumarsins.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Síðasti séns!
Næsta frétt
Urriðinn mættur og mikið af honum!