Staðsetning:

Hraunsfjarðarvatn er á Snæfellsnesi.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið er um 200 km. frá Reykjavík, um 15 km. í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Nýja vatnaleiðin á Snæfellsnesi gerir það að verkum, að hægt er að aka nær alveg upp að vatninu á vegaslóða, frá Baulárvallavatni, en síðasta spölinn þarf að fara fótgangandi (15 mín.) Slóði þessi er einungis fær fjórhjóladrifnum bílum.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er um 2,5 km2 að stærð og 84 m. djúpt, þar sem það er dýpst. Það er í um 207 m. yfir sjávarmáli. Þaðan rennur Vatná í Baulárvallavatn.
 

Veiðisvæðið:

Veiða má í öllu vatninu.
 

Gisting:

Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið, en engin sérstök hreinlætisaðstaða er við vatnið.
 

Veiði:

Jafnan er veiði góð í vatninu. Einungis urriði er í vatninu, sem gjarnan er vænn. Meðalþyngd fiska er 2-3 pund, en algengt er, að þar veiðist stærri fiskar, 5-6 pund, einkum í ljósaskiptunum.
 

Daglegur veiðitími:

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.
 

Tímabil:

Veiðitímabil hefst þegar ísa leysir og stendur fram til 30. september.
 

Agn:

Allt löglegt agn: fluga, maðkur og spónn. Fiskur getur legið djúpt og þá þarf að sökkva agninu. Spónn og maðkur gefa að jafnaði ágæta veiði. Í ljósaskiptunum ferðast urriðinn inn á grunnið við landið og er þá gott að nota flugu.
 

Besti veiðitíminn:

Góð veiði er allt sumarið. Yfirleitt er best að veiða í ljósaskiptunum.
 

Reglur:

Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og ganga vel um. Korthafar geta farið beint til veiða en nauðsynlegt er að hafa bæði Veiðikortið og persónuskilríki við höndina þegar veiðivörður vitjar þeirra. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

 

 
{pgsimple id=25|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 1}

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Hitarvatn
Næsta frétt
Haukadalsvatn