Héðan og þaðan

Austurlandið:
Fengum fréttir frá Sigurberg Guðbrands og félögum sem byrjuðu í Víkurflóði og fengu þar 45 cm ál!  Eftir Víkurflóð fóru þeir í Þveit við Höfn í Hornafirði.  Þar fengu þeir 7 sjóbirtinga og meðan þeir voru þar var veiðimaður að draga á land 4 punda birting.   Einnig kíktu þeir félagar í Urriðavatn við Egilsstaði og fengu þar 4 bleikjur á bilinu 1-4 pund og misstu tvær um 2 pund.  Við eigum von á myndum frá þeim félögum þegar þeir koma í bæinn seinna í vikunni, en þeir munu væntanlega prufa fleiri vötn innan Veiðikortsins á leiðinni heim, en þeir eru að fara að veiða í Jöklu og Fögruhlíðará.

Read more “Héðan og þaðan”

Falleg bleikja úr Úlfljótsvatni

 
Björgvin Guðmundsson skaust eina kvöldstund í Úlfljótsvatn og fékk pattaralega bleikju á fluguna.
Það er fínn lofthiti og bleikjan farin að veiðast í auknum mæli við landið.  Hvetjum því menn til að nota góða veðrið og skella sér í veiði.  Í dag er veiðidagur fjölskyldunnar, þannig að það er frítt í fjölda veiðivatna vítt og breitt um landið.  Sjá eldri frétt um Veiðidag fjölskyldunnar.

Read more “Falleg bleikja úr Úlfljótsvatni”

Héðan og þaðan – Bleikjan að taka völdin!

Nú eru vötnin heldur betur lifnuð við.  Margir hafa lagt leið sína í vötnin síðustu daga og er bleikjan farin að taka við sér.  Eitthvað er ennþá að veiðast í vötnunum af urriða, þrátt fyrir að það hafi heldur dregið úr því.  Menn hafa verið að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni svo dæmi séu tekin.  Nú er bleikjan að taka völdin!

Read more “Héðan og þaðan – Bleikjan að taka völdin!”

Þingvellir – Bleikjuskot og urriðaveiði

Þrátt fyrir að bleikjan sé ekki almennt komin á fullt í Þingvallavatni, þá er ljóst að hún er aðeins farin að sýna sig.
Halldór Páll Kjartansson og Birgir veiðifélagi hans skelltu sér í þjóðgarðinn 21. maí til að reyna við bleikjuna á Öfugsnáðanum. Þeir byrjuðu að veiða kl. 8 um morguninn en fengu ekki högg fyrr en um hálf þrjú.  Þeir fengu 11 bleikjur og hirtu 8.  Það var frábært veður og fallegur dagur.

Read more “Þingvellir – Bleikjuskot og urriðaveiði”

Sléttuhlíðarvatn leynir á sér – veiðin komin í gang.

Það er fallegt í Fljótunum. 
Sléttuhlíðarvatn er rétt norðan við Hofsós, en þó er ekki nema um hálftíma keyrsla þangað frá Varmahlíð.  Ef menn eru á norðuleið þá hvetjum við fólk til að kíkja þangað en yfirleitt er mikið líf þar og gaman fyrir fjölskylduna að renna fyrir fiski þar.  Einnig má benda á að hægt er að leigja gistinu í húsi sem búið er að standsetja rétt við vatnið hjá Magnúsi á Hrauni.

Read more “Sléttuhlíðarvatn leynir á sér – veiðin komin í gang.”