Vatnaveiðin er yndisleg og ekkert stress!
Það er fátt betra en að njóta lífsins út í náttúrunni. Rögnvaldur Rögvaldsson skaust á Þingvelli ásamt syni sínum. Eftir vel heppnaðar stundir í vatninu og eftir að þeir höfðu fengið nokkrar fallegar bleikjur fannst syninum alveg tilvalið að leggja sig um stund á bakkanum. Það er nákvæmlega þetta frelsi í bland við íslenska náttúru sem gerir vatnaveiðina að sælustund.