Héðan og þaðan – góð veiði í Vífilsstaðavatni
Síðast vika hefur verið frekar köld og engin hitamet fallið. Þrátt fyrir það hafa veiðimenn verið að ná í einn og einn fisk í vötnunum.
Það var aftur á móti fínasta veður við Vífilsstaðavatn í dag þegar Veiðibúðin Hrygnan hélt kynningu þar á veiðistöngum og bauð upp á grill. Feðgarnir Haraldur og sonur hans Daníel Gunnsteinn voru að ljúka veiðum um kl. 13.00 og fengu þeir 7 fínar bleikjur. Sérstaklega gaman að sjá þegar ungir veiðimenn hafa tekið ástfóstri við veiðarnar, en Daníel sem er að verða 16 ára og fer reglulega að veiða með föður sínum og virðist ekki gefa honum neitt eftir.