Gengur vel í vatnaveiðinni

Skilyrðin það sem af er sumri hafa verið óvenju góð fyrir vatnaveiðimenn og konur. Mikil hlýindi í maí hafa valdið því að allt lífríkið fór snemma af stað og því búið að vera mikið fæðuframboð sem þýðir að fiskurinn er búinn að vera á mikilli hreyfingu í vötnunum og veiðimenn hafa verið duglegri að stunda veiðarnar sem hafa gengið vel.

 

Read more “Gengur vel í vatnaveiðinni”

Urriðinn enn á ferðinni í þjóðgarðinum!

Cezary kíkti um kl. 21 í kvöld á Lambhagann í þjóðgarðinum. 

Þar nældi hann í einn vænan en samtals er hann búinn að fá yfir 50 urriða í sumar! Það er því greinilegt að urriðinn er ennþá að flækjast í þjóðgarðinum. Hann varð var við fleiri urriða sem voru að bylta sér í yfirborðinu. 

Bleikjuveiðin hefur einnig verið mjög góð auk þess sem bleikjan er óvenju vel haldin. Margir eru að fá mjög vænar bleikjur í vatninu en auðvitað er bleikjuveiðin sýnd veiði en ekki gefin. Óvenju góð veiði hefur einnig verið í flestum silungsveiðivötnunum sem við höfum haft spurnir af.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

 

Nýtt vatn – Hlíðarvatn í Hnappadal

Hlíðarvatn í Hnappadal – nýtt í Veiðikortinu 2019

Það er okkur sönn ánægja að kynna Hlíðarvatn í Hnappadal í landi Hraunholta sem nýtt vatn í Veiðikortinu. Veiðikortshafa geta því strax nýtt sér vatnið þrátt fyrir að það sé ekki í bæklingnum sem fylgir Veiðikortinu. Upplýsingasíðan fyrir vatnið er í vinnslu og verður tilbúin fljótlega en hér má sjá upplýsingar um vatnið.

Read more “Nýtt vatn – Hlíðarvatn í Hnappadal”

Tilboð fyrir Einkaklúbbinn

Veiðikortið 2021 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að rúmlega 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Kortið kostar aðeins 8900 krónur á fullu verði en 7100 fyrir meðlimi Einkaklúbbsins. Glæsileg handbók hverju seldu korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur. Veiðikortið verður sent í pósti til kaupanda og ætti að berast innan 3 virka daga. Kortið gildir fyrir einn fullorðin. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa. 

Kortið er ekki skráð á nafn þannig að auðvelt er að nota það í gjafir.
Til að kaupa kortið velurðu fjölda korta hér fyrir neðan og síðan velurðu "Greiða hjá Korta" og þá ferðu sjálfkrafa á öruggt vefsvæði hjá Kortaþjónustunni.
(Ef þú ert ekki með kreditkort er hægt að leggja inn á reikning 0130-26-806712 – kt. 671204-2120 kr. 7.100.- fyrir hvert kort og senda kvittun og upplýsingar um nafn og heimilisfang á netfangið veidikortid@veidikortid.is ) 
 
Kortið verður sent í pósti næsta virka dag. Einnig er hægt að kaupa kortið beint á skrifstofu Veiðikortsins að Rafstöðvarvegi 14.
 
 
 
TILBOÐ TIL MEÐLIMA Í EINKAKLÚBBNUM – Kr. 7.100.- 
 
Tilkynning:  3.3.2021 – Verið er að uppfæra vefsöluna. Vonum að hún verði tilbúin aftur í næstu viku. Þangað til er að hægt að leggja inn á okkur beint sbr að ofan og senda okkur tölvupóst með nafni og heimilisfangi á veidikortid@veidikortid.is   0130-26-806712 – kt. 671204-2120 kr. 7.100.- 

 

 

Risaurriði úr Kleifarvatni

Kleifarvatn geymir mikið af rígvænum urriðum sem og bleikju. Miroslav Sapina kíkti þangað í fyrradag (27.4) og fékk einn verulega vænan urriða í vatninu sem var 86 cm að lengd og 18 pund að þyngd! Fiskurinn hjá honum tók 28 gr Toby spún.

 

Nú hefur veiðin farið vel af stað í flestum vötnunum. Við heyrðum í veiðimanni áðan sem staddur er í þjóðgarðinum og var hann búinn að fá eina 48 cm bleikju og tjáði okkur að það væri mikið af bleikju að vaka sem eru mjög góðar fréttir þar sem hún virðist vera snemma á ferðinni.

 

Mk,

Veiðikortið

 

Hörku gangur í vatnaveiðinni!

Frábært veður og hörku veiði í vötnunum! Veiðimenn eru að fá hann í þjóðgarðinum á Þingvöllum, Hraunsfirði, Meðalfellsvatni og Elliðavatni.

Í Elliðavatni hafa ekki bara verið að gefa flotta urriða en Pawel Domitrz fékk 57 cm bleikju þar 25. apríl. Davið Jaronsson fékk einnig 52 cm urriða auk þess sem hann veiddi vel í Meðalfellsvatni.

Atli Bergmann fékk fínan urriða við Vatnskotið á Þingvöllum í gærkvöldi auk þess sem veiðimenn hafa verið að gera fína veiði þar síðustu daga og núna í morgun. Cezary hefur heldur betur veitt vel í þjóðgarðinum þar sem af er tímabils, en á einni viku hefur hann fengið 27 urriða og margir þeirra rígvænir og meðal annars 90 cm fiska eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

 

Flott veður og vötnin svo sannarlega tekið við sér þannig að það er um að gera að njóta blíðunnar og skella sér í veiðitúr!

 


Cezary með einn af 27 fiskum sem hann hefur fengið í þjóðgarðinum. 
Þessi fiskur er um 20 pund og 90 cm.

 

 


Pawel með fallega 57 cm bleikju sem hann fékk á hvítan spún.

 


David Jaronsson með fallegan urriða úr Elliðavatni.

 


Atli Bergmann með flottan urriða úr Vatnskotinu í gærkvöldi!

 

 

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið