Páskaveiði um helgina og fleiri vötn að opna fyrir veiði!

Gleðilega páska kæru veiðimenn,

Í morgun opnaði fyrir veiði í Meðalfellsvatni en vatnið er jafnan sérlega gott vorveiðivatn. Eftir óvanalega gott vor má ætla að margir veiðimenn leggi leið sína í vatnið. Við minnum veiðimenn á að skrá í bók og að sleppa öllum niðurgöngulaxi.

Á morgun, páskadag, hefst veiði í Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsin á Þingvöllum og því tilvalið fyrir veiðimenn að skella sér þangað og reyna við stórurriðann. Við minnum á að það má aðeins veiða með flugu og flugustöng til 1. júní og öllum urriða skal sleppt.

Einnig má benda á að Kleifarvatn opnaði fyrir stuttu fyrir veiði og Gíslholtvatn er skemmtilegt í apríl. Vötnin á Snæfellsnesi eru einnig frábær valkostur og má þar benda á Hraunfjörðinn og Hlíðarvatn í Hnappadal.

Einnig viljum við minna veiðimenn á að skrá afla í rafrænu veiðibókina.

Góða skemmtun!

Veiðitímabilið hefst á morgun!

Þá er biðin loksins á enda og nýtt veiðitímabil hefst formlega í vötnunum á morgun, 1. apríl. Þá opnar fyrir veiðimenn í Vífilsstaðavatni, Hraunsfirði svo dæmi séu tekin. Endilega kynnið ykkur opnunartíma vatnanna á heimasíðu okkar.

Vorið hefur leikið við okkur og sjaldan eru aðstæður jafn góðar á þessum tíma árs. Fínn lofthiti hefur verið síðustu daga og því má ætla að meiri líkur séu á því að fiskur sé á hreyfingu og á sama tíma meiri líkur á að setja í fisk á opnunardaginn.

Við munum fylgast með gangi mála á morgun og treystum á að veiðimenn upplýsa okkur um aðstæður til veiða.

Vinsælustu vötnin 1. apríl hafa jafnan verið Vífilsstaðavatn, Hraunsfjörður sem og vötnin sem hafa þegar opnað enda opin allt árið eins og Gíslholtsvatn.

Alfreð með flotta vorveiði úr Elliðavatn, en vatnið opnar fyrir veiði 24. apríl næstkomandi.

Góða skemmtun!

Veiðikortið

Febrúarflugur stytta biðina í veiðitímabilið!

Veiðimenn um allt land þekkja þá tilfinningu að bíða spenntir eftir því að veiðitímabilið hefjist á ný. Til að stytta biðina og halda spennunni gangandi hafa margir tekið upp þá skemmtilegu hefð að hnýta flugur, eða Febrúarflugur, þar sem áhugamenn um fluguhnýtingar deila hugmyndum og veita hver öðrum innblástur.

Febrúarflugur er samfélagsverkefni sem hefur notið sívaxandi vinsælda meðal veiðimanna á Íslandi. Hugmyndin er einföld – í febrúar mánuði hnýta þátttakendur flugur og deila myndum á FB síðu Febrúarflugna. Þetta skapar einstaka stemmingu auk þess sem nýjar hugmyndir kvikna og færni í hnýtingum eykst.

Ekki skiptir máli hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn í fluguhnýtingum – allir geta tekið þátt og lagt sitt af mörkum. Með því að halda hnýtingarfærninni við og deila þekkingu með öðrum verður biðin eftir veiðitímabilinu skemmtilegri og auðveldari.

Fylgist með Febrúarflugum á Facebook og taki þátt í þessum lifandi og skemmtilega viðburði!

Heppnir veiðimenn dregnir úr skráningapotti!

Við vorum að draga úr innsendum veiðiskráningum síðasta sumars en 10 heppnir veiðimenn fá Veiðikortið 2025 að launum.

 

Þeir heppnu hafa fengið tölvupóst en þeir eru:

Þorgeir Ellertsson
Hlöðver Ólafsson
Sebastian
Tryggvi Már Gunnarsson
Óðinn
Gísli Rúnar Óskarsson
Matiass Preiss
Ingvi Már Gíslason
Przemek Madej
Eldjárn Hallgrímsson

 

Með hátíðarkveðju,

Veiðikortið

Veiðikortið í jólapakkann!

Veiðikortið 2025 er komið út og klárt í jólapakka landsmanna.

Gríptu kortið hjá N1, Olís eða næstu veiðibúð.  Einnig hægt að kaupa það hér á vefnum.
(Einnig hægt að panta kortið með Dropp þjónustu fyrir þá sem vilja grípa það á næsta afhendingarstað)

Þeir sem vilja gefa Veiðikortið í rafrænu formi geta gert það og skráð þá í kaupferlinu nafn og kennitölu þess sem á að vera skráður á kortið. Síðan má prenta út qr kóða og setja í umslag og lauma undir jólatréð eða í skóinn.

Með jólakveðju,

Veiðikortið

Veiðikortið 2025 að koma út!

Veiðikortið 2025 kemur út á næstu dögum og því hægt að lauma því í jólapakka landsmanna.

Með Veiðikortinu má veiða í 37 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 9.900.- og rétt er að benda á að mörg stéttarfélög niðurgreiða kortið til sinna félagsmanna.

Litlar breytingar verða á vatnasvæðum á milli ára en Blautulón á Fjallabaki bætast við.

Rafræna Veiðikortið 2025 er nú þegar komið i sölu og hægt að kaupa hér rafrænt eða sem gamla góða plastkortið og fá það sent heim án aukakostnaðar í byrjun desember.

Forsíðu Veiðikortsins 2025 prýðir veiðimanninn Gunnar Þór Gunnarsson með vorurriða úr Gíslholtsvatni sem hann veiddi vorið 2024. Myndina tók veiðifélagi hans Bjarni Bent Ásgeirsson.

Hægt er að skoða bæklinginn einnig á pdf formi með því að smella hér.

Hér er mynd af Veiðikortinu 2025, þ.e.a.s. plastkortið sjálft sem er skreytt með nærmynd af urriða úr Vífilsstaðavatni og veiðistöng.

Með bestu kveðju,

Veiðikortið

Ertu búinn að skrá þína fiska?

Veiðiskráningarleikur Veiðikortsins!
– Vinnur þú Veiðikortið 2025?

Samkvæmt lögum nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði ber veiðifélögum eða veiðiréttarhöfum að skila inn skýrslum til Hafrannsóknarstofu í umboði Fiskistofu um veiðar í hverju veiðivatni og veiðimönnum ber því skylda að skrá allan veiddan fisk í veiðibók.

Við höfum því reynt að gera skráningu afla auðveldari fyrir veiðimenn með því að setja upp rafræna veiðibók á vefnum okkar veidikortdis.is/veidiskraning og hvetjum við veiðimenn til að skrá skilmerkilega veidda fiskar þar inn.

Í nóvember munum við draga út 10 heppna aðila sem hafa skráð í veiðibók og eiga möguleika á að vinna Veiðikortið 2025.

Hjálpaðu okkur að safna gögnum fyrir Hafrannsóknarstofu til úrvinnslu eins og til að meta stofnstærðir, hlutfall urriða og bleikju í vötnum, meðalstærð fiska og fleira. Okkar hagur er að geta fengið betri gögn í skýrslur Hafrannsóknarstofnunar sem má finna hér. auk þess að geta fengið Veiðikortið 2025 í vinning.

 

Takk fyrir þitt framlag!

Urriðadansinn á laugardaginn 12. október kl. 14:00

Árlegur urriðadans undir leiðsögn Jóhannesar Sturlaugssonar verður laugardaginn 12. október klukkan 14:00. Allajafna stendur viðburðurinn yfir í 90-120 mínútur.

Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um  urriðann í Þingvallavatni , lífshætti hans og almennan hag.

Kynningin hefst við bílastæði P5 þar sem Valhöll áður stóð. Þaðan er gengið meðfram ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
Gestir fá tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

Varasamir vegir eftir rigningar

Við biðjum veiðimenn að fara með gát um vegi og slóða t.d. við Langavatn og Hraunsfjörð en þar hafa slóðar farið illa í rigningum síðustu daga.

Unnið verður að lagfæringu á næstunni við slóðann inn í Hraunfirði.

 


Hér má sjá veginn inn að Langavatni.