Staðsetning:
Hnit: 64° 12.404'N, 21° 16.466'W

Daglegur veiðitími
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn

Veiðitímabil
 1. apríl til 15. september.

Hagavík við Þingvallavatn - Suðurland

Hagavík er í Þingvallasveit í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Athugið – aðeins er heimilt að veiða á flugu / Flyfishing only!

Vinsamlegast skráið afla í veiðibók, www.veidikortid.is/veidibok

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi

Vatnið er í um 40 km. fjarlægð frá Reykjavík en fljótlegast er að fara Nesjavallaleið.

Upplýsingar um vatnið

Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.   Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum.  Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal vatna landsins.
Dagsleyfi
Dagsleyfi

Hér getur þú keypt dagsleyfi í Hagavík

Kaupa

Veiðisvæðið

Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða í Hagavík.  Veiðimörk eru frá girðingu að vestanverðu og að austanverðu þar sem lækur kemur út í vatnið - sjá nánar á korti. Við biðjum veiðimenn að fara varlega þar sem hluti svæðisins liggur mjög nálægt veginum.

Gisting

Tjaldleyfi er hægt að kaupa í næst ferðaþjónustu eins og t.d. hjá Skátunum við Úlfljótsvatn.  Ekki er heimilt að tjalda eða gista í húsbílum á svæðinu.

Veiði

Í vatninu eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn.  Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 4 pund.  Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta.  Bleikjuafbrigðin hafa þróast í vatninu á síðustu 10.000 árum.

Agn

Eingöngu leyfð veiði á flugu. Nefna má margar góðar flugur, en mest veiðist á litlar silungapúpur eins og t.d. Peacock, Watson Fancy, Krókinn svo einhverjar séu nefndar.  Oft reynist vel að nota langan taum og draga mjög hægt sérstaklega þar sem mikið dýpi er.

Tímabil

Veiðitímabilið hefst 1. apríl og stendur til 15. september.

Besti veiðitíminn

Jöfn veiði er í vatninu.  Mjög góð bleikjuveiði er í maí, júní og júlí.   Bestu líkurnar til að veiða urriða eru seint á kvöldin.

Reglur

Aðeins er heimlt að veiða með flugu. Veiðimenn og útivistarfólk eru vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl. Óheimilt er að aka utan vega.  Vatnið er mjög kalt og eru menn beðnir um að fara að öllu með gát.  Öll veiði úr bátum er bönnuð korthöfum Veiðikortsins.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Stranglega bannað er að kveikja opin eld á svæðinu. Leiðbeiningar varðandi merkta urriða sem sleppt er má sjá með því að smella hér.  Ef merktum fiski er landað (ekki sleppt), þá má fá upplýsingar um hvernig á að bera sig að með því að smella hér.