Nú þegar daginn tekur að styttast fer urriðinn meira á stjá.  Jón Gunnar Kristinsson var heldur betur með heppnina með sér þegar hann kíkti í Kleifarvatn á Reykjanesi í morgun.

Hann var vopnaður stórri Peacock púpu og setti í og landaði glæsilegum 12 punda urriða sem var 77 sm langur hængur.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af þessum glæsilega urriða og við óskum Jóni Gunnari til hamingju með fiskinn.

 


Hér má sjá urriðann sem Jón Gunnar veiddi í Kleifarvatni í morgun. 77 sm langur hængur sem tók stórarn peacock.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriðinn mættur og mikið af honum!
Næsta frétt
Adventure in the National Park – Þingvellir