Það hefur ekki farið framhjá veiðimönnum hér sunnan heiða a.m.k. að veturinn hefur verið óvenju mildur.
Bjarni Júlíusson kíkti við í Hraunsfirðinum um helgina og þar var allt íslaust eins og myndirnar sýna og hann er spenntur fyrir góðri opnun þar en Hraunsfjörður opnar fyrir veiði 1.apríl.
Vegurinn að vestanverðu er farinn í sundur þannig að mælt er með því að veiða frekar hraunmegin.
Vonandi fáum við flott veður um páskana þannig að veiðimenn geti notið þess að veiða í ísalausum Hraunsfirðinum þetta snemma.
Hér má sjá á mynd frá Bjarna hvernig staðan er á vatninu.
Það styttist klárlega í að veiðitímabilið hefjist formlega og Hraunsfjörður er a.m.k. klár!
Með veiðikveðju,
Veiðikortið