Það sem af er maímánuði hefur einkennst af talsverður kulda. Í raun hefur verið of kalt til að vataveiðin hafi farið á fullt, enda hefur næsturfrost verið nánast daglegt brauð víða.
Nú stefnir í aðeins jafnari hita en gott væri að fá a.m.k. nokkra daga með hærri hita til að skordýralífið komist á fullt skrið og þar sem fer fiskurinn á meiri ferð í leit að æti.
Það er búið að vera fín veiði í Elliðavatni það sem af er tímabils, en vatnið opnaði 22. apríl s.l.
Sævar Snorrason var við veiðar í vatninu í gær og setti í tvo urriða en landaði einum. Fleiri veiðimenn voru að fá fallega urriða um helgina en bleikjan er ekki enn farin að sýna sig.
Við minnum veiðimenn á að það er bannað að veiða í Suðurá sem rennur út í Helluvatn.
Guðjón Þór Þórarinsson kíktí í þjóðgarðinn í morgun og honum til undrunar þá var bleikjan mætt og var að sýna sig mikið í yfirborðinu. Hann tók tvær fallegar bleikjur á lítinn Peacock nr. 16 með kúlu og frúin hans fékk eina á lítinn Krókinn. Þetta er mikið fangaðarefni fyrir bleikjuunnendur að bleikjan sé mætt! Fyrir sumar er þetta stærri frétt en að lóan sé komin.
Bleikjurnar tvær sem Guðjón fékk í morgun á lítinn Peacock nr. 16.
Nú loksins þegar ísinn er að hopa er risa vika framundan.
Í fyrradag var opnað fyrir veiði í Kleifarvatni, en það opnar 15. apríl fyrir veiði. Það er klárlega spennandi að veiða í Kleifarvatni með bjarmann af eldgosinu í bakgrunni! Það verður spennandi að sjá hvernig sumarið verður í Kleifarvatni en þar veiðast alltaf nokkrir fallegir urriðar á hverju ári. Bleikjustofninn í vatninu er flottur og margir veiðimenn sem hafa komist upp á lag með að ná bleikjunni þar. Stundur þarf að veiða mjög djúpt.
Við viljum leiðrétta villu í bæklingi Veiðikortsins, þar sem segir að Hlíðarvatn í Hnappadal opni fyrir veiði 1. maí.
Hið rétta er að það er opið fyrir veiði allt árið og veiðimönnum velkomið að veiða í gegnum ís á veturna þegar ísinn leyfir.
Núna er hins vegar vatnið orðið íslaust og því hægt að hefja veiðar. ATH. slóðinn niður að vatninu að sunnanverður er mjög varasamur og því er BANNAÐ að keyra hann niður að vatninu og þess vegna verða veiðimenn að ganga síðasta spölinn, þar sem aurslóðarnir eru blautur og mikil hætta á að menn festi bílana sína þar reynir þeir að keyra niður að vatninu. Einnig er hægt að fara norðurfyrir vatnið og veiða þar og leggja við veginn undir Hermannsholtinu.
Það hefur ekki farið framhjá veiðimönnum hér sunnan heiða a.m.k. að veturinn hefur verið óvenju mildur.
Bjarni Júlíusson kíkti við í Hraunsfirðinum um helgina og þar var allt íslaust eins og myndirnar sýna og hann er spenntur fyrir góðri opnun þar en Hraunsfjörður opnar fyrir veiði 1.apríl.
Vegurinn að vestanverðu er farinn í sundur þannig að mælt er með því að veiða frekar hraunmegin.
Vonandi fáum við flott veður um páskana þannig að veiðimenn geti notið þess að veiða í ísalausum Hraunsfirðinum þetta snemma.
Hér má sjá á mynd frá Bjarna hvernig staðan er á vatninu.
Það styttist klárlega í að veiðitímabilið hefjist formlega og Hraunsfjörður er a.m.k. klár!
Ívar Örn Hauksson stórveiðimaður og fluguhnýtari sem heldur úti glæsilegum kennslumyndböndum í fluguhnýtingum undir merkjum Flugusmiðjunnar stóð fyrir frábærri kynningu á Vatnakvöldi Veiðikortsins fyrir rúmu ári síðan, eða rétt áður en sóttvarnarreglur stöðvuðu slíkar uppákomur. Fullt var út að dyrum og komust færri að en vildu.
Nú hefur Ívar uppfært kynninguna á vatninu á rafrænt form með ýmsum viðbætum. Youtube rás Ívars heitir Ívar´s fly workshop og má finna hér.
Veiðimenn eru farnir að iða í skinninu í þessu vorveðri sem hefur einkennt síðustu vikur. Það er ekkert skrýtið þar sem innan við mánuður er í að fyrstu vatnasvæðin opni formlega.
Vötn eins og Gíslholtsvatn og Urriðavatn við Egilsstaði eru opin allt árið auk þess sem nokkur opna þegar ísa leysir. Þau vötn sem opna formlega fyrir veiði 1. apríl eru Vífilsstaðavatn, Hraunsfjörður, Syðridalsvatn og Þveit.
Vonandi heldur þessi vorblíða áfram þannig að veiðimenn geti notið góðra daga við bakkana í apríl.
Miðað við veðrið síðustu daga og vikur er ekki líklegt að við fáum snjókomu í opnun.
Hér er listi yfir opnunartíma þeirra vatna sem opna fyrir veiði í apríl.