Að njóta ljósaskiptanna
Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu og flestir veiðimenn búnir með sín sumarfrí og komnir í rútínu haustsins.
September er þó mánuður sem ekki má vanmeta í veiðinni. Ljósaskiptin njóta sín til hins ýtrasta og einmitt þá má lenda í ævintýrum á vötnum bakkanna sérstaklega þar sem von er á urriða.
Við hvetjum veiðimenn til að nýta þessar síðustu vikur veiðitímabilsins vel og endilega miðla veiðimyndum á Intagram með myllumerkinu #veiðikortid til að miðla upplýsingum til annarra veiðimanna.
Read more “Að njóta ljósaskiptanna”