Veiðikortið 2022 væntanlegt!

Við kynnum með stolti Veiðikortið 2022. Það er væntanlegt innan fárra daga úr prentun þannig að það fer í dreifingu öðru hvoru megin við mánaðarmótin.

Fyrir árið 2022 bætast við möguleikar fyrir ævintýragjarna veiðimenn, en þeir sem fara í Hólmavatn á Hólmavatnsheiði geta nú einnig veitt í Gullhamarsvatni sem og Selvötnum sem eru í stuttu göngufæri frá Hólmavatni.

Veiðikortið hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu árin enda höfum við kappkostað við að hvetja veiðimenn og fjölskyldur til að njóta íslensks sumars við falleg veiðivötn. Með Veiðikortið í vasanum geta veiðimenn veitt í 36 veiðivötnum vítt og breitt um landið fyrir aðeins kr. 8.900.-


Veiðikortið 2022

Við látum ykkur vita um leið og kortið er tilbúið til afhendingar, en hægt er að panta það strax á netinu og fá það sent frítt heim um leið og það verður klárt.

Hér fyrir neðan má sjá forsíðu bæklingsins fyrir Veiðikortið 2022.

Nýr vefur í loftið!

Við höfuð opnað nýjan vef Veiðikortsins!

Við vonum að notendur eigi eftir að njóta betur nýja vefsins, en hann er mun notendavænni og þá sérstaklega á snjalltækjum. Eldri vefurinn var búinn að standa sína plikt frá 2013 þannig að það var klárlega kominn tími á smá uppfærslu.

Búið er að bæta við öflugri veiðiskráningu þar sem veiðimenn geta skráð afla og sent inn myndir um hæl, beint úr símtækinu. Þú færð auk þess tölvupóst með hverri skráningu þannig að þú getur haldið betur utan um veiðina þína.  Þú getur skráð þína veiði á veidikortid.is/veidiskraning og endilega skráið inn veiðina ykkar síðasta sumar!

Það styttist óðum í að Veiðikortið 2022 komi út, en það má búast við því að það verði tilbúið til afgreiðslu fyrstu vikuna í desember eins og áður, tilvalið í jólapakka veiðimanna.  Hægt er að ganga frá kaupum strax á vefsölu okkar, vefverslun.veidikortid.is og fá kortið sent um leið og það verður tilbúið.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Urriðadansinn á Þingvöllum

URRIÐADANS Í ÖXARÁ
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn 16. október og hefst klukkan 14:00.  Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um urriðann í Þingvallvatni 20. skiptið.
Kynningin hefst við bílastæði P5 þar sem Valhöll áður stóð. Þaðan er gengið meðfram ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.
Víða við þinghelgina eru bílastæði. Einna flest eru uppi á Haki (P1) og þaðan er um 1200 metra ganga að Valhallarstæðinu. Einnig er slatti af bílastæðum við P2 sem er nær því þar sem gangan endar. Endilega kynnið ykkur bílastæðin á korti sem fylgir myndum hér fyrir neðan.

Þegar viðburðurinn hefst upp úr 14:00 verður líklegast ekki fært til og frá bílastæði P5.

Gott væri ef þeir sem ætla að mæta skrái sig á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/242462311157954

Vatnasvæðin byrjuð að loka fyrir veiði

Í dag 15. september lýkur veiðitímabilinu í nokkrum vötnum eins og Elliðavatni, Þingvallavatni, Vífilsstaðvatni og Berufjarðarvatni. Síðar í mánuðinum lokar svo fleiri vötnum en um næstu mánaðarmót lýkur veiðitímabilinu í flestum vatnasvæðum Veiðikortsins.

Það er því um að gera að nota næstu daga vel áður en tímabilinu lýkur og veiðimenn fara að pakka græjunum.

Vona að þið veiðimenn og konur hafið átt góðar stundir í vötnunum í sumar.

Með kveðju,

Veiðikortið

Að njóta ljósaskiptanna

Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu og flestir veiðimenn búnir með sín sumarfrí og komnir í rútínu haustsins.

September er þó mánuður sem ekki má vanmeta í veiðinni. Ljósaskiptin njóta sín til hins ýtrasta og einmitt þá má lenda í ævintýrum á vötnum bakkanna sérstaklega þar sem von er á urriða.

Við hvetjum veiðimenn til að nýta þessar síðustu vikur veiðitímabilsins vel og endilega miðla veiðimyndum á Intagram með myllumerkinu #veiðikortid til að miðla upplýsingum til annarra veiðimanna.

Read more “Að njóta ljósaskiptanna”

Sauðlauksdalsvatn með væna fiska

Sauðlauksdalsvatn er eitt af náttúperlum Vestfjarða. Í næsta nágrenni við Rauðasand og Látrabjarg í um hálftíma fjarlægð frá Patreksfirði, liggur Sauðlauksdalsvatn umlukið hvítum skeljasandi sem er einkennandi fyrir svæðið.  Mario Ís hefur verið duglegur að veiða í Syðridalsvatni og það hefur heldur betur borgað sig, það hefur verið tiltörlega rólegt í sumar en fiskarnir sem hann er að veiða eru svakalegir! Stærsta bleikjan sem hann hefur fengið í sumar var 62cm og 4 kíló! Ekki er bara bleikju að fá heldur hefur Mario misst stórlax sem tók spún, hann straujaði út á mitt vatn áður en hann náði að slíta sig lausan.

Read more “Sauðlauksdalsvatn með væna fiska”

Nýtt tjaldstæði við Þveit

Þar sem flest tjaldstæði eru að verða þétt setin fyrir Verslunarmannahelgina er rétt að benda á að ábúendur á Stórulág við vatnið Þveit var að opna nýtt tjaldsvæði fyrir rúmri viku.

Veiðimenn sem verða á faraldsfæti og ætla sér austur á firði geta kynnt sér þetta fína tjaldstæði þar sem má finna hreinlætisaðstöðu og rafmagn.  Það er alveg tilvalið að stoppa við Þveit og gista á tjaldstæði þeirra hjóna Jóhönnu og Sigurðar á Stórulág og njóta þess að veiða í Þveit á leiðinni austur.  Nánari upplýsingar um tjaldsstæðið má finna á Facebook-síðu þeirra

Read more “Nýtt tjaldstæði við Þveit”

Enn kuldalegt á hálendinu

Það er enn nokkuð kalt á hálendinu en Árni Kristinn Skúlason og Jón Stefán Hannesson skelltu sér í Frostastaðavatn síðasta sunnudag til að kanna aðstæður. 

Þar var hálf vetrarlegt um að lítast en þar var hvít jörð. Þeir slitu þó upp 10 fiska þrátt fyrir það á skömmum tíma.

Það verður spennandi að fylgjast með veiðiskap í vatninu þegar það fer að hlýna og aðstæður að batna.

Read more “Enn kuldalegt á hálendinu”