Bæklingur Veiðikortsins 2017 – vefútgáfa
Hér má skoða vefútgáfu bæklingsins sem fylgir Veiðikortinu 2017. Prentuð útgáfa fylgir að sjálfsögðu með hverju seldu Veiðikorti.
Hér má skoða vefútgáfu bæklingsins sem fylgir Veiðikortinu 2017. Prentuð útgáfa fylgir að sjálfsögðu með hverju seldu Veiðikorti.
Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!
Þrátt fyrir að haustið nálgist þá er ennþá fínir veiðmöguleikar í Vestmannsvatni.
Veiðimaður sem átti leið þar framhjá í fyrradag (15. sept), stoppaði við vatnið í rúma klukkustund og fékk hann 3 pattaralega urriða.
Það er sannarlega farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu. Haustlægðirnar eru farnar að gera vart við sig og vötnin loka eitt af öðru.
Nú er haustið farið að banka á dyrnar og fyrstu vötnin farin að loka fyrir veiðimönnum.
Sigurður Valdimar Steinþórsson var fyrir vestan í gær. Hann tók þar skemmtilega mynd af Sauðlauksdalsvatni úr flygyldi sínu.
Veiðin var frekar rólegt en þurrt hefur verið fyrir vestan í sumar og fiskurinn því í frekar litlu tökustuði.
Í Vestmannsvatni er uppistaðan í afla veiðimanna iðulega fallegur urriði, en Magnús Örn Friðriksson fékk virkilega fallega bleikju þar í gær, 9. ágúst. Bleikjuna fékk hann á 10 gr. "Bullet Spinner" spún og vóg hún tæp 4 pund.
Silungsveiðin gengur vel í blíðskaparveðrinu sem hefur verið á landinu síðustu daga og vikur. Þrátt fyrir að laxveiðimenn kvarti og vilji veðurbreytingar og meira vatn þá geta silungsveiðimenn sem stunda vötnin ekki kvartað.
Draumatími margra veiðimanna í Þingvallavatni er einmitt núna en yfir hásumarið er bleikjan öllu jöfnum mætt í þúsundatali nálægt landi til að undirbúa hrygningu og iðulega má sjá hana með sína hvítu ugga mjög nærri landi þegar hún hringsólar um svæðin.