Kleifarvatnið kemur vel undan vetri

Veiðin almennt virðist hafa farið frekar rólega af stað, en þó hafa veiðst nokkrir urriðar í Þingvallavatni eins og venjan er á þessum tíma.  Bleikjan er þó ekki farin að sýna sig þar.
Kleifarvatn virðist vera að koma mjög vel undan vetri og samkvæmt vef Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, svh.is, þá fékk Vignir Grétar Stefánsson glæsilega veiði þar á opnunardaginn 1. maí

Read more “Kleifarvatnið kemur vel undan vetri”

Falleg veiði í Vífilsstaðavatni síðasta morgun vetrar. Gleðilegt sumar!

Lárus Óskar skellti sér í Vífilsstaðavatn í gærmorgun og fékk fína veiði og greinilegt að vatnið er vaknað af vetrardvala.
Hann hóf veiðar um kl. 11 og veiddi til kl. 14 og var hann sunnanmegin í vatninu á innsta tanganum.  Hann fékk 8 bleikjur á þessum tíma og missti reyndar nokkrar.  Fjórar komu á maðkinn, þrjár á Mubutu #14 með rauðum kraga og kúlu.  Ein bleikja féll fyrir Pheasant Tail #14.    Stærsta bleikjan var um 2,5 pund og hinar á bilinu 1-1,5 pund.

Read more “Falleg veiði í Vífilsstaðavatni síðasta morgun vetrar. Gleðilegt sumar!”

Meðalfellsvatn – flott byrjun. Rólegt í Vífilsstaðavatni í morgun.

01. apr. 2011
 
Meðalfellsvatn – flott byrjun. Rólegt í Vífilsstaðavatni í morgun.
Í Meðalfellsvatni voru skilyrði orðin fín til veiða og veðrið gott.  Cezary var þar í morgun en það var ekki margt um manninn og fékk hann þar 4 sjóbirtinga sem vógu 2-6 pund.  Allir fengust þeir á koparlitaðann Toby spún. 

Read more “Meðalfellsvatn – flott byrjun. Rólegt í Vífilsstaðavatni í morgun.”