Héðan og þaðan – myndir frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði

Mikið líf er komið í vatnaveiðina og langþráð bið eftir bleikjunni í Úlfljótsvatni, Þingvallavatni og víðar er á enda.  Menn hafa verið að fá flotta veiði í báðum vötnunum síðustu daga.  Einnig er búið að vera mjög góð veiði í Hraunsfirði, Svínavatni og Skagaheiði fyrir norðan og Kleifarvatni. (sjá myndasyrpu fyrir neðan frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði).  Einnig viljum við minna veiðimenn á að Veiðidagur Fjölskyldunnar er á sunnudaginn.

Read more “Héðan og þaðan – myndir frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði”

Fín bleikjuveiði í Hópinu

10. jún. 2011
 
Fín bleikjuveiði í Hópinu
Flest veiðivötn hafa farið heldur seinna á stað en venjulega sökum kulda.  Hópið er það engin undantekning en það virðist sem að það sé eitthvað að taka við sér.  Ólafur Sigfús Benediktsson frá Blönduósi sendi okkur fregnir og myndir og við gefum honum bara orðið en myndirnar eru fyrir neðan:

Read more “Fín bleikjuveiði í Hópinu”

Urriði með mús í maga!

Veiðimaðurinn Gísli P skellti sér í Kleifarvatnið fyrir fáeinum dögum.  Þar fékk hann  um þriggja punda urriða sem honum þótti nú ekki mjög þykkur á kviðinn eða hreinlega frekar mjósleginn.
Þegar heim var komið opnaði hann fiskinn og kannaði Gísli hvað væri í maga hans.  Þá kom í ljós að þessi ca. 3 punda urriði þessi hafði gleypt hagamús í heilu lagi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Samkvæmt heimildum eiga hagamýs það til að synda í flæðamáli vatna og eru því auðveld bráð urriða sem leitar upp á grunnið í ætisleit.   Algengar er þó að mýs lendi í kjafti urriða í ám og lækjum.  Mörg dæmi eru t.d. um að urriði í Laxá í Mývatnssveit hafi verið með mús í maga.

Read more “Urriði með mús í maga!”

Héðan og þaðan – urriðaveiðin í hámarki og bleikjan mætt á Þingvelli

Vel hefur gengið í urriðaveiðinni síðustu daga.  Mest hefur borið á stórum urriðum í Þingvallavatni, en einmitt er góð von á þeim stóra í t.d. Úlfljótsvatni, Kleifarvatni, Baulárvallavatni og Ljósavatni fyrir norðan sem og Kringluvatni í Reykjahverfi, en í þessum vötnum eru skilyrði þannig að urriðinn virðist nærast vel í kjöraðstæðum enda eru þar sem stofnar eru í vexti.  Veiðimenn eru farnir að fá eina og eina bleikju á Þingvöllum þannig að það er margt spennandi í boði fyrir veiðimenn þessa dagana.

Read more “Héðan og þaðan – urriðaveiðin í hámarki og bleikjan mætt á Þingvelli”