Hraunsfjörður hefur verið að gefa vel upp á síðkastið og við fengum smá fréttir frá Adam Lirio og þökkum við honum fyrir að deila því með okkur sem og fyrir myndirnar.  Gefum honum orðið:
"Skemmst er frá því að segja að þriðjudaginn 31. maí fórum við fjölskyldan að veiða í Hraunsfirðinum. Ágætis veður var á staðnum

 fyrir utan smá vind en við héldum okkur í skjóli sunnan við grjótgarðinn. Mikið af fiski var á staðnum og fengum við sex vænar bleikjur á innan við þremur tímum, misstum við þrjá til viðbótar og fiskaði kvenþjóðin manna best. Allur fiskurinn fékkst á spún að undanskilinni einni flundru sem tók orange Nobbler. Einnig er gaman að segja frá því að yngsti fjölskyldumeðlimurinn (þriggja ára) fékk stærsta fiskinn."
 
Hér eru svo nokkrar myndir.
 
 
 
 
 
 
 
 
Veiðikveðja: Adam Lirio
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Tommi í Veiðiportinu fékk draumafiskinn á Þingvöllum!
Næsta frétt
Kringluvatn – með Veiðikortið í vasanum