Mikið líf er komið í vatnaveiðina og langþráð bið eftir bleikjunni í Úlfljótsvatni, Þingvallavatni og víðar er á enda.  Menn hafa verið að fá flotta veiði í báðum vötnunum síðustu daga.  Einnig er búið að vera mjög góð veiði í Hraunsfirði, Svínavatni og Skagaheiði fyrir norðan og Kleifarvatni. (sjá myndasyrpu fyrir neðan frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði).  Einnig viljum við minna veiðimenn á að Veiðidagur Fjölskyldunnar er á sunnudaginn.

Ríkharður Hjálmarsson sendi okkur myndir sem teknar voru undir vatnyfirborðinu en hann var að veiða í Úlfljótsvatni og eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna veiddi hann vel á Peacock púpu með kúluhaus.  Við þökkum Ríkharði fyrir myndinar.
 
 
 
 
 
 
 
Lalli og Össi voru að koma úr árlegum túr af Skagaheiðinni og við fengum sendar myndirnar hér fyrir neðan auk upplýsingar og við gefum Lalla orðið:
"Við vorum að koma af Skagaheiðinni.  Vorum frá 17-19 júní og allan tímann var ekki nema 3-4 stiga hiti og rok. En engu að síður þá veiddum við eitthvað alla dagana.  Fengum 5 flotta urriða í Fossvatni og Fossá fyrsta kvöldið. 3 komu á flugu og tveir á maðk. Stæðsti var um 3,5 pund.  Seinni daginn fengum við 8 stykki, einn á flugu og rest á maðk.  Stæðsti var um 3 pund.  En það þýðir ekki að nota púpur eða þess háttar flugur, því það er ekki ein einasta lifandi fluga þarna uppfrá eins og er. Flugu-fiskarnir komu á Nobblera."
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Kv. Lalli & Össi
http://zulu.123.is/
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Líflegt á bökkum vatnanna – fréttir héðan og þaðan.
Næsta frétt
Fín veiði í Kleifarvatni og bleikjuveiðin að aukast á Þingvöllum