Huge brown trouts in lake Thingvellir these days

There are many nice brown trouts swimming around in the national park these days and nights.  The char fishing has also been great this summer and still is.

Cezary Fijalkowski has been very active in the National Park this summer and he has got more than 70 brown trouts. Most of the big ones.

The other night, Cezary was fishing there with his pal Michal. They got very nice sized trouts and one 20 pounds!

They fished into the dark, and they saw many fishes. It is though very important to know around if you fish in the lake into the dark… so please be careful!

Below you can see pictures from last night from Cezary.

 

 

 

Tight lines!

Veiðikortið

Urriðaveiðar við Þingvallavatn ganga vel

Það er mikið af vænum urriða á sveimi í þjóðgarðinum á Þingvöllum þessa dagana. Veiðin í vatninu í sumar hefur verið mjög góð og enn er fín bleikjuveiði og ekki skemmir fyrir að urriðinn sé að sýna sig í auknu mæli á þessum tíma.

Cezary Fijalkowski hefur stunda veiðarnar stíft í þjóðgarðinum í sumar og er hann búinn að landa yfir 70 urriðum. Uppistaðan er rígvænn urriði!

Cezary var í fyrrakvöldí vatninu ásamt félaga sínum Michal og fengu þeir svakalega dreka og Michal landaði einum 20 punda. Þeir félagarnir veiddu í raun langt framyfir ljósaskiptin og það lítur út fyrir að veiðin sé einna best þegar myrkrið skellur á. Það ber þó að benda veiðimönnum á að fara að öllu með gát ætli menn veiða fram í myrkur og nauðsynlegt að þekkja vel til.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir af fiskunum sem þeim fengu í fyrrakvöld.

 

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Boltableikja í fyrsta kasti!

Boltableikja í fyrsta kasti!

Júlía Björk Lárusdóttir er 8 ára og fór með föður sínum og vinkonu sinni, Emelíu Rut,  að Þingvallavatni í morgun. Vopnuð flugu og floti kastaði hún út við Nautatangann og strax í fyrsta kasti veiddi hún 58 cm boltableikju. Það kom ekki til mála að sleppa henni þar sem þessi skyldi fara á grillið og bragðaðist hún vel. Það er óhætt að segja að veiðiferillinn byrji vel og er Júlía strax farinn að vilja fara aftur til veiða!

Read more “Boltableikja í fyrsta kasti!”

Gengur vel í vatnaveiðinni

Skilyrðin það sem af er sumri hafa verið óvenju góð fyrir vatnaveiðimenn og konur. Mikil hlýindi í maí hafa valdið því að allt lífríkið fór snemma af stað og því búið að vera mikið fæðuframboð sem þýðir að fiskurinn er búinn að vera á mikilli hreyfingu í vötnunum og veiðimenn hafa verið duglegri að stunda veiðarnar sem hafa gengið vel.

 

Read more “Gengur vel í vatnaveiðinni”

Urriðinn enn á ferðinni í þjóðgarðinum!

Cezary kíkti um kl. 21 í kvöld á Lambhagann í þjóðgarðinum. 

Þar nældi hann í einn vænan en samtals er hann búinn að fá yfir 50 urriða í sumar! Það er því greinilegt að urriðinn er ennþá að flækjast í þjóðgarðinum. Hann varð var við fleiri urriða sem voru að bylta sér í yfirborðinu. 

Bleikjuveiðin hefur einnig verið mjög góð auk þess sem bleikjan er óvenju vel haldin. Margir eru að fá mjög vænar bleikjur í vatninu en auðvitað er bleikjuveiðin sýnd veiði en ekki gefin. Óvenju góð veiði hefur einnig verið í flestum silungsveiðivötnunum sem við höfum haft spurnir af.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

 

Nýtt vatn – Hlíðarvatn í Hnappadal

Hlíðarvatn í Hnappadal – nýtt í Veiðikortinu 2019

Það er okkur sönn ánægja að kynna Hlíðarvatn í Hnappadal í landi Hraunholta sem nýtt vatn í Veiðikortinu. Veiðikortshafa geta því strax nýtt sér vatnið þrátt fyrir að það sé ekki í bæklingnum sem fylgir Veiðikortinu. Upplýsingasíðan fyrir vatnið er í vinnslu og verður tilbúin fljótlega en hér má sjá upplýsingar um vatnið.

Read more “Nýtt vatn – Hlíðarvatn í Hnappadal”

Tilboð fyrir Einkaklúbbinn

Veiðikortið 2021 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að rúmlega 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Kortið kostar aðeins 8900 krónur á fullu verði en 7100 fyrir meðlimi Einkaklúbbsins. Glæsileg handbók hverju seldu korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur. Veiðikortið verður sent í pósti til kaupanda og ætti að berast innan 3 virka daga. Kortið gildir fyrir einn fullorðin. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa. 

Kortið er ekki skráð á nafn þannig að auðvelt er að nota það í gjafir.
Til að kaupa kortið velurðu fjölda korta hér fyrir neðan og síðan velurðu "Greiða hjá Korta" og þá ferðu sjálfkrafa á öruggt vefsvæði hjá Kortaþjónustunni.
(Ef þú ert ekki með kreditkort er hægt að leggja inn á reikning 0130-26-806712 – kt. 671204-2120 kr. 7.100.- fyrir hvert kort og senda kvittun og upplýsingar um nafn og heimilisfang á netfangið veidikortid@veidikortid.is ) 
 
Kortið verður sent í pósti næsta virka dag. Einnig er hægt að kaupa kortið beint á skrifstofu Veiðikortsins að Rafstöðvarvegi 14.
 
 
 
TILBOÐ TIL MEÐLIMA Í EINKAKLÚBBNUM – Kr. 7.100.- 
 
Tilkynning:  3.3.2021 – Verið er að uppfæra vefsöluna. Vonum að hún verði tilbúin aftur í næstu viku. Þangað til er að hægt að leggja inn á okkur beint sbr að ofan og senda okkur tölvupóst með nafni og heimilisfangi á veidikortid@veidikortid.is   0130-26-806712 – kt. 671204-2120 kr. 7.100.-