Veiðibrot í Hraunsfirði

Við eftirlit í Hraunsfirði í dag varð veiðimaður uppvís að broti á veiðireglum, en um var að ræða netalögn sem veiðimaður hafði lagt í lónið. Þegar var haft samband við lögreglu sem fór í málið. Brot sem þetta verða ekki liðin í firðinum og mun svæðið vera undir auknu eftirliti hvað þetta varðar það sem eftir lifir sumars, en netalögnin sást úr eftirlitsflugi sem farið var yfir fjörðinn. Þess bera að geta að til staðar er eftirlit, bæði af hálfu veiðieftirlitsmanna sem og úr drónum og úr flugi.  Svona brot eru ákaflega sjaldgæf, sem betur er. Verði veiðimenn varir við brot af þessum toga, biðjum við þá að  standa með okkur og láta vita þegar í stað.

Hafið þá samband við Bjarna Júlíusson, veiðieftirlitsmann á svæðinu, í síma 693-0461 og brugðist verður við af fullum þunga.

Með veiðikveðju,
Veiðikortið

Fyrri frétt
Veiðitúr á Skagaheiði – enn hægt að leigja hús
Næsta frétt
Frábært byrjun í vatnaveiðinni!