Þveit – fín veiði í gangi
Veiðifélagið Brigráð á Egilsstöðum sendi okkur skemmtilegar myndir og fréttir úr Þveit en þar virðist sem allt sé farið í gang.  Gefum Birgi orðið:

 
"Veiðifélagið Birgráð ásamt sérlegum aðstoðarmanni, skellti sér í Þveit á sunnudaginn síðasta. Verið var við veiðar í um það bil þrjár klukkustundir, þegar dagurinn var heitastur. Skemmst er frá því að segja að þetta var góður dagur, ellefu staðbundnir urriðar komu á land og ekki annað að sjá en einn sjóbirtingur hafi gleypt við agni veiðimanna. Allt voru þetta fiskar fá tæpu pundi upp í tæpt eitt og hálft. Ekki komu allir á land sem sett var í og voru allavega fimm fiskar sem sluppu. Allir sem komu á land voru teknir á spún. Þetta er greinilega mjög skemmtilegt vatn og mikið af fiski í því og mikið líf, sporðaköst og uppítökur. Flugan var öll að koma til en fiskurinn lét þó ekki gabbast af þurrflugunni í þetta skiptið.
Læt ég fylgja með einhverjar myndir af aflanum.
 
 
 
 
Kveðja
Birgir"
 
 
Falleg veiði úr Þveit.  Mynd Birgir Aðalbjarnarson. 
 
 
Þveit – falleg veiði – Birgir Aðalbjarnarson sendi okkur myndina.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Á silungaslóðum – Ríkharður Hjálmarsson.
Næsta frétt
Stökkvandi fiskar, frábært veður