Það hefur eflaust ekki farið framhjá nokkrum veiðimanni að sumarið hefur látið bíða eftir sér og fyrstu raunvörulegu merkin um sumarið sé að koma um þessar mundir.

Margir veiðimenn hafa lagt leið sína í Þingvallavatn til að egna fyrir urriðann enda byrjaði sannkallað urriðaævintýri þar strax 20. apríl í fyrra. Þeir sem hafa staðið vaktina hafa fengið lítið sem ekkert eða hafa a.m.k. þurft að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum fiski. Þó hafa margir fallegir urriðar komið á land.

Hans Bock, hollenskur veiðimaður, kom gagngert til Íslands strax í byrjun maí og var við veiðar í um 8 daga.  Hann gisti í tjaldi og þurfti að hafa mikið fyrir þeim 3 fiskum sem hann fékk í ferðinni. Það segir kannski meira um þetta vor að það var frost á hverri nóttu og fór frostið niður fyrir -10 gráður tvær nætur í röð!  

Hann veiddi vítt og breitt um þjóðgarðssvæðið og fékk eins og áður sagði 3 fallega urriða, 76 cm, 62 cm og 60 cm..

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr ferðalagi hans:


Það voru fáir sem treystu sér til að gista í tjaldi í byrjun maí – enda fór frostið niður fyrir -11° á nóttunni!


Það þurfti að hafa mikið fyrir veiðinni í byrjun maí – en sem betur fer er farið að hlýna!

 


Fyrsti fiskurinn sem hann fékk var ekki af verri endanum, 76 cm ísaldarurriði!


Annar fiskurinn hans var einnig fallegur, eða 62 cm.


Þriðji og síðasti fiskurinn var 60 cm.

Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið erfiðir fyrir veiðimenn þessa fyrstu daga í maí þá er Hans staðráðinn í því að koma aftur að ári.

 

Ríkarður Hjálmarsson var einnig á Þingvöllum fyrir nokkrum dögum og fékk þennan fallega urriða í þjóðgarðinum..

 

Vatnið hefur verið að taka við sér síðustu daga og höfum við heyrt af mörgum veiðimönnum sem hafa verið að fá fallega fiska.  Nú með hækkandi lofthita mætti segja manni að hlýnun vatnsins verði hröð og að urriðinn eigi eftir að sýna sig mikið næstu tvær vikurnar!

Endilega munið eftir að senda okkur fréttir af veiði og myndir og ekki gleyma að við erum á Instagram og Facebook!  #veidikortid #veidikorti2015 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Elliðavatn að koma sterkt inn!
Næsta frétt
Sauðlauksdalsvatn gefur vel!