Stórurriði veiddist á Svartan Nobbler á Þingvöllum 11. júlí
Þann 11. júlí síðastliðinn fékk Kristófer Ásgeirsson glæsilegan urriðahæng á Svartan Nobble á Þingvöllum.  Fiskurinn 84 cm og vó rúmlega 12 pund. 
Það er sérstaklega gaman að heyra fréttir að því þegar menn fá slíka fiska á fluguna en flestir stórurriðarnir sem veiðst hafa í sumar hafa verið veiddir á beitu. 

Hér má sjá myndir af þessum stórglæsilega stórurriða sem Kristófer fékk 11. júlí á fluguna:
 
 
Glæsilegur fiskur!
 
Við þökkum Kristóferi fyrir að deila þessum myndum með okkur.
Með kveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Frábær veiði í Kleifarvatni!
Næsta frétt
Fjör í Hraunsfirði