Stórurriði veiddist á Svartan Nobbler á Þingvöllum 11. júlí
Þann 11. júlí síðastliðinn fékk Kristófer Ásgeirsson glæsilegan urriðahæng á Svartan Nobble á Þingvöllum. Fiskurinn 84 cm og vó rúmlega 12 pund.
Það er sérstaklega gaman að heyra fréttir að því þegar menn fá slíka fiska á fluguna en flestir stórurriðarnir sem veiðst hafa í sumar hafa verið veiddir á beitu.
Hér má sjá myndir af þessum stórglæsilega stórurriða sem Kristófer fékk 11. júlí á fluguna:


Glæsilegur fiskur!
Við þökkum Kristóferi fyrir að deila þessum myndum með okkur.
Með kveðju,
Veiðikortið
0 Comments