Staðsetning:  

Sænautavatn er á Jökuldalsheiði, við Sænautasel.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið er um 600 km. frá Reykjavík, 74 km. frá Egilsstöðum 13 km, frá þjóðvegi eitt.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er með djúpan skurð í miðju, dýpst 24 m. Úr vatninu rennur Lónskvísl, sem fellur í Hofsá í Vopnafirði.
 

Veiðisvæðið:  

Veiða  er heimil í öllu vatninu.
 

Gisting: 

Hægt er að kaupa aðgang að tjaldstæði. Einnig er hægt er að kaupa gistingu á Skjöldóflsstöðum (um 20 km.) eða á Aðalbóli, sem er efsti bærinn í Hrafnkelsdal. 
 

Veiði:  

Mikla bleikju er að finna í vatninu, bæði smáa og stærri fiska. Það grynnkar mjög til jaðrana og veiðist oft vel þar sem grynning og dýpi mætast.  Um lágnættið er oft sérstaklega farsæl veiði.
 

Daglegur veiðitími: 

Veiði er heimil allan sólarhringinn.                                   
 

Tímabil: 

1. maí til 20. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn:  Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Jöfn veiði er yfir veiðitímann, þó yfirleitt meiri í maí og júní.
 

Annað:  

Hægt er að kaupa veitingar á Sænautaseli t.d. kaffi og lummur. Með fyrirvara er hægt að fá mat keyptan. 
 

Reglur:  

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Korthafar skulu skrá sig í Sænautaseli og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Lilja Óladóttir, Sænautaseli.  Sími: 892-8956 eða 853-6491.
 
 
{pgsimple id=17|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 6}


View Larger Map

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þveit við Hornafjörð
Næsta frétt
Skriduvatn