Í dag, 15. apríl, opnar fyrir veiði í Kleifarvatn á Reykjanesi.  Það er algengt að stórurriðinn í vatninu taki einna best á vorin og má því gera ráð fyrir því að einhverjir séu orðnir spenntir að kíkja í vatnið.

Vötnin í Veiðikortinu opna svo eitt af öðru næstu daga, en í næstu viku opnar til að mynda fyrir veiði í Meðalfellsvatni, Elliðavatni og Þingvallavatni.

Gleðilega páska og við hvetjum veiðimenn til að póst myndum á samfélagsmiðla með myllumerkinu #veiðikortið auk þess sem við minnum á veiðiskráninguna.

Hér fyrir neðan er mynd af Adrian Mazik sem fékk þennan 68 sm urriða í Kleifarvatni í maí í fyrra.

Hér fyrir neðan er hlekkur í upplýsingasíðuna fyrir Kleifarvatn þar sem má skoða fleiri myndir, reglur og fleira sem tengist vatninu.

Með páskakveðju,

Veiðikortið

Kleifarvatn á Reykjanesi

Fyrri frétt
Meðalfellsvatn opnaði fyrir veiði í dag!
Næsta frétt
Vatnakvöld Veiðikortsins – Þingvallavatn