Það er gaman að segja frá því að Hítarvatn er komið aftur í vatnaflóru Veiðikortsins. Það eru margir veiðimenn sem eiga góðar minningar frá Hítarvatni og munu þeir eflaust kætast að geta kíkt aftur í vatnið. Það verður áhugavert sjónarspil að skoða skriðuna sem féll í Hítardal árið 2018, fyrir þá sem hafa ekki þegar séð hana, en hún stíflaði Hítará sem myndaði nýjan farveg framhjá skriðunni.

Hér má sjá upplýsingar um vatnið fyrir þá sem vilja kynna sér vatnið betur. Helstu breytingarnar eru að ekki skal koma við á bænum Hítardal á leiðinni upp að vatni eins og áður. Veiðimenn þurfa því að tryggja að þeir séu með Veiðikortið eða dagsleyfi við höndina áður en lagt er að stað uppeftir því ekkert farsímasamband er við vatnið.

Við tökum fagnandi á móti Hítarvatni og vonum að veiðimenn verði duglegir að stunda það næsta sumar!

Með veiðikveðju,
Veiðikortið

Fyrri frétt
Veiðikortið 2023 væntanlegt!
Næsta frétt
Urriðadans í Öxará næsta laugardag!